Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Side 36
36 Helqarblaci DV LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 Brölt um Botnssúlur Botnssúlur eru einn besti útsýnisstaður meðal fjalla í klukkustundarfjarlæqð frá Reykjavík. Þær eru í rauninni fjallaklasi sem býr qfir ýmsum leyndar- málum líkt oq hinir föqru dalir við rætur þeirra. í Súlnadal liátt uppi í Botnssúlum cr skálinn Bratti sem er í eigu íslcnska alpaklúbbsins. bar er ágætt að á og fá sér nestisbita. Innst í Brynjudal lcynast fallegir fossar hátt yfir grónum dalbotni eins og þessi nafnlausi blæjufoss í Þórisgili. Vaskir gönguinenn á leið upp Sandhrygg áleiðis á Botnssúlur. Þetta er greiðfær og hindrunarlaus ganga en nokkuð löng. Ferðalangar á leið úr Súlnadal niður á hina fornu Leggjabrjótsleið sem liggur meðfram Sandvatni sem blasir við. Fjallið í baksýn heitir Búrfell. Þótt haustið sé í rauninni gengið I garð er engin ástæða til þess að láta það stöðva sig frá því að ganga á fjöll. Haustið er nefnilega besti tíminn til þess að stunda fjallgöngur því á svölum og lognkyrrum haust- dögum er loftið svo tært að útsýni af fjallatindum verður aldrei betra. Rétt í nágrenni Reykjavíkur, nánar tiltekið fyrir botni Hvalfjarðar, gnæfa Botnssúlur sem eru meðal tignarlegustu og fallegustu fjalla landsins og auk þess þannig staðsettar að af þeim er geysimikil útsýn. Botnssúlur eru í rauninni íjallaklasi sem teygir efstu tinda sina upp undir 1100 metra yfir sjó. Hæsta súlan er Syðstasúla sem nær 1096 metra hæð yfir sjó. Algengt er að ganga á hana og er þá oftast farið frá Svartagili við Þingvelli og gengið vestan Súlnagils sem leið liggur upp á fjallið. Syðstasúla er allbrött og mörg- um vex í augum að ganga á hana. Botnssúlur standa í raun fyrir botni tveggja dala sem skerast inn úr Hvalfirði og er Botnsdalur nyrðri en Brynjudalur syðri. Milli dalanna er lágur háls sem nefnist Hrísháls. Úr Botnsdal er auðvelt að finna varð- aða leið sem liggur úr Botnsdal, upp á Hrísháls og það- an sunnan Botnssúlna allt til Þingvalla. Þetta er hin forna Leggjabrjótsleið sem forðum er talin hafa verið alfaraleið manna sem riðu til þings á Þingvöllum. Á miðöldum komu kaupskip að landi í Maríuhöfn í Kjós og þaðan er greið leið inn með Hvalfirði, inn Brynju- dal og um Leggjabrjót til Þingvalla. Laugardaginn fyrir réttri viku lá leið blaðamanns DV á þessar slóðir og var ákveðið að leggja á Botnssúl- ur úr Brynjudal. Brynjudalur er einkar fallegur og sérstaka athygli vekja hinir tignarlegu Þrándarstaðafossar sem fljót- lega verða á vegi ferðamanns. Við fremsta bæ í daln- um sem heitir Hrísakot er gott að skilja bilinn eftir og arka sem leið liggur upp á hinn lága Hrísháls. Rétt fyr- ir framan skógræktargirðinguna við Hrísakot fellur Laugalækur niður hlíðina og þar mun vera 33 gráðu heit jarðlaug sem okkur tókst samt ekki að finna. Þegar upp á Hrísháls er komið verður hin forna Leggjabrjótsleið fyrir og gott að fylgja henni upp á brúnimar. Leið okkar var heitið á Miðsúlu og því stefndum við sem leið lá upp eftir Sandhrygg sem gengur fram úr fjallinu. Þetta er greið leið og aflíðandi halli og engar torfærur á leiðinni, jafn bratti nær alla leið á tindinn og sést marka fyrir slóð á hryggnum þegar ofar dregur. Hvað sé ég? Af tindi Miðsúlu, sem er reyndar kölluð Botnssúlur á sumum kortum er geysilega víðsýnt. í norðri má þekkja Baulu í Borgarfirði, Tröllakirkju á Holtavörðu- heiði og nær kúrir Hvalvatnið undir Hvalfellinu sem rís fyrir botni Botnsdals. Eiriksjökull, Þórisjökuli og Fanntófell blöstu við böðuð í haustsólinni og í austri þekktum við Skjaldbreið, Hlöðufell, Jarlhettur, Kerl- ingarfjöll, Heklu, Tindfjöll, Mýrdalsjökul, Eyjafjalla- jökul og hinn hornótta Löðmund á Landmannaafrétti. Til austurs sést Iláasúla fremst en fjær Jarlhettur og Hagafellsjökull sem gengur út úr Langjökli. í suðri lá landið eins og kort fyrir fótum okkar og úr Þingvallavatni gátum við rakið silfurþræði Sogsins allt til sjávar en við hafsbrún stóðu Vestmannaeyjar í réttri röð. Þetta var dásamlegt og aldrei bragðast kakó og ostasamloka betur en þegar maður er búinn að rog- ast með hitabrúsann upp um 1000 metra eða svo. Heimsókn í Bratta Af tindinum er sæmilega greiðfært inn eggjar fjalls- ins og niður á lágan röðul fyrir botni Súlnadals sem skerst inn á milli Syðstusúlu og Miðsúlu. Þar innst í dalnum er lítill fjallakofi sem er í eigu Islenska alpa- klúbbsins og heitir Bratti. Þetta er vistlegur staður og þar er gott að sitja á veröndinni og fá sér kakó og lesa undarlegar færslur í gestabók skálans um týnd skíði, vond veður og menn sem verja jólunum þarna fjarri heimsins glaumi. Það er hæg leið niöur dalinn og ágætt að koma inn á hina fornu Leggjabrjótsleið aftur við Sandvatn og fylgja henni aftur niður Hrísháls og á upphafspunkt ferðalagsins. Það er líka hægt að fara sjónhending nið- ur mjög brattar grasbrekkur meðfram Þórisgili og virða fyrir sér stórkostlega fallega fossa sem þar leyn- ast fjarri alfaraleið. Bæði í Þórisgili og í Þrengslum í Brynjudalsá er háir og fallegir fossar sem samt hafa ekki nafn nema þá kannski í munni örfárra heima- manna. Á leið okkar gegnum kjarrið á Hríshálsi og eins í dalbotninum sjálfum fundum við talsvert magn af gríðarstórum aðalbláberjum, krækiberjum og bláberj- um sem voru komin að fótum fram vegna aldurs en

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.