Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 Helgc)rblctö JÖ’V’ 4~7 * Fjöldi fólks var í grennd við Ground Zero þar sem björgunarmenn leituðu dag og nótt. Mann- Re>nir Trí>ustason, til vinstri, og Þorvaldur Örn Kristmundsson á vettvangi hörmunganna á fjöldinn fagnaði björgunarmönnum með hrópum í hvert sinn sem þeir sáust við vaktaskipti. Manhattan fjórum dögun eftir að hryðjuverka menn flugu farþegaþotum á Tvíburaturnana. Dagar sorgar og haturs á Manhattan Þegar við gengum inn í mannhafið á Manhattan var greinilegt að fólki var brugðið. Hraðinn og spennan sem venjulega einkenndi mannlíf heimsborgarinnar hafði vikið fyrir doða. Þriðji dagurinn frá því árásirnar voru gerðar á Twin Towers, „hjarta kapítalismans“ neðst á Manhattan- eyju. Nístandi sorg var í hverju andliti og alls staðar var fólk að tala saman. Enginn var að flýta sér og allir reyndu að finna skýringar á því hvers vegna þúsundir manna þurftu að gjalda með lífi sínu. Fram að þessu höfðu New York-búar ekki séð annað eins mannfall gerast á sinum slóðum. Slíkt gerðist aðeins annars staðar í heiminum. Heimsmynd þeirrra var hrunin. Öryggið, þar sem óttinn hafði fyrst og fremst verið bundinn við það að verðbréf féllu í verði á Wall Street, var horflð. í neðanjarðarlestinni á leið á hótelið var andrúmsloftið undarlegt. Flestir gáfu kost á augnsambandi sem sex mán- uðum fyrr var óhugsandi. í mannhafi milljónaborgarinnar reyndi hver og einn að halda örlítilli fjarlægð frá næsta manni. Undarlegt í augum íslendings sem er vanur viðáttu en skiljanlegt þegar hugsað er til þess að íbúar Manhattan eru stöðugt á ferli í mannhafi. Nú var allt annað uppi á ten- ingnum og fólk hafði með skelfilegum hætti verið minnt á það hversu ótrygg tilvera mannsins er. Auður og hagsæld skipta engu máli þegar staðið er á þröskuldi dauðans. í lestinni sýndu allir tilfinningar eða doða. Enginn hló eða brosti og gömul kona með tvo plastpoka sína grét lágum rómi og axlir hennar kipptust til í ekka. Kaupsýslumaður með Rolexúr, í teinóttum 500 dollara jakkafötum, með leð- urskjalatösku og í glansandi skóm klappaði heimilislausu konunni á öxlina og mælti huggunarorð. Hinn ríki og sá heimilislausi áttu skyndilega samleið og allir voru að hugsa um það sama; þá sem fórust í Tvíburaturnunum. Reykt á bensínstöð Þegar við komum upp úr neðanjarðarstöðinni á 52. stræti rigndi. Fæstir ganga þó með regnhlífar enda skiptir það fólk ekki máli þótt það blotni. Ekkert kemst að nema sorgin og nagandi óvissa. Tveimur dögum síðar má enn frekar merkja þetta. Rusty er eiginkona lögreglumanns sem vinnur við að dreifa mat til björgunarmanna. Hjálpar- fólkið hefur lagt undir sig bensínstöð sem er inni á lokuðu svæði i grennd við Ground Zero. Þegar DV ræðir við Rusty sest hún við eina bensíndæluna og kveikir sér í vindlingi. Rusty gefur ekkert út á viðvaranir um það að hætta kunni að steðja að henni. „Ekkert skiptir máli í samanburði við það sem gerðist 11. september," segir hún og dregur að sér reyk. Rusty hatar engan en hún dáist að slökkviliðsmönn- um og lögreglu. „Ég skil betur í dag í hverju starf manns- ins míns felst,“ segir hún. Japönsk kona vann einnig að hjálparstarfi. Hún var um sjötugt og sagði blaðamanni æðrulaus að hún hefði áður lifað hörmungar. Sem barn í Japan varð hún vitni að kjarnorkuárásinni á Hiroshima og slapp. Nú slapp hún aftur þrátt fyrir að hafa verið i næsta nágrenni við World Trade Center. Hún dreifði mat og drykk til björgunar- manna með bros á vör. Merkilegt hvað lagt er á sumt fólk. Hún lætur i Ijósi aðdáun á slökkviliðsmönnunum. Og það hugsa fleiri þannig. I leit að huggun verður fólki hugsað til þess hverjir hafi sýnt mesta hetjulund. Stór hluti slökkvi- liðsmanna borgarinnar fórst þegar turnarnir hrundu eftir að eldurinn hafði brætt í sundur burðarvirki þeirra. Fjöl- margar sögur urðu til um hetjulund einstakra slökkviliðs- manna og fólkið fann hetjur. Gegnt hótelinu sem við gist- um á var ein fjölmargra slökkvistöðva á Manhattan. Á sumum þessara stöðva hafði meirihluti slökkviliðsmann- anna farist. Vegfarendur sem leið áttu um voru margir með blóm sem þeir settu við myndir af slökkviliðsmönnum sem saknað var. Stöðugur straumur fólks var að stöðinni og eftirlifandi slökkviliðsmenn voru faðmaðir. Hatrið gýs upp Dagana á eftir breytist andrúmsloftið. Sorgin og doðinn víkja fyrir reiði og hatri. Fólk hafði fundið hetjurnar á meðal lögreglumanna og slökkviliðsmanna en nú hófst leit- in að sökudólgum. Það hafði vakið athygli okkar Islending- anna að svo virtist sem allir væru eitt. í New York býr fólk alls staðar að úr heiminum og glögg skil hafa verið milli hvítra, svartra og gulra. Við árásimar breyttist þetta og skyndilega urðu allir eitt. New York-búar fundu samhljóm í sorginni og litaraft, stétt eða trúarskoðanir skiptu ekki máli en þó með einni undantekningu. í sömu andrá og þjóðerniskenndin tók völdin í framhaldi af sorg og reiði fannst óvinurinn. Hryðjuverkamennirnir sem flugu far- þegaþotunum eins og lifandi sprengjum á turnana og Pentagon í Washington D.C. voru múslímar og nóg var af trúbræðrum þeirra í New York. Hatrið beindist að múslímum og það varð strax sýnilegt. Leigubílstjóri með vefjarhött sagði okkur frá því að þegar hefðu þrír arabar í leigubilastjórastétt verið myrtir og gengið hafði verið í skrokk á tugum þeirra. „Fólk neitar að borga og sumir hrækja á okkur,“ sagði bilstjórinn sem búið hafði á Man- hattan í 20 ár. Hann sagði ástandið vera hræðilegt og að hann væri hræddur við farþega sína. Seinna þennan sama dag fer blaðamaður DV upp í annan leigubíl en að þessu sinni með hvítum bílstjóra. Með skírskotun til samhygðar bílstjóranna er fitjað- upp á því að voðalegt sé að leigubíl- stjórar séu myrtir vegna trúarskoðana sinna einna. Bíl- stjórinn brást ókvæða við og sagði að „réttast væri að smala öllum andskotans aröbunum upp í rútur og fara með þá yfir landamærin til Kanada.“ Næstu mínúturnar talaði hann af sannfæringarhita um arabana sem veittu hryðju- verkamönnum skjól og ættu þess vegna að gjalda fyrir; helst með lífinu. Það er blaðamanni óskiljanlegt hvers vegna réttlætanlegt er að myrða leigubilstjóra á Manhattan en svona var and- inn fimm dögum eftir árásirnar. Alls staðar mátti greina þjóðerniskenndina. Stórt svæði í kringum rústir Tvíburat- urnanna var lokað en smám saman voru göturnar opnað- ar. Alls staðar voru sölumenn með bandaríska fána eða boli sem vísuðu til þjóðerniskenndar. Hefndarhugur, sorg, aðdáun og allar mögulegar tilfinningar tóku við af doðan- um. Baráttuvilji Þá sex daga sem DV var á Manhattan mátti sjá borgina vakna aftur til lífsins eftir áfallið skelfilega að morgni 11. september. Þegar sá timi rann upp að halda skyldi heim til Islands var mannlífið þegar orðið allt annað. Sorgin var vissulega til staðar enn þá en baráttuviljinn sem harðgerir ibúar borgarinnar eru þekktir fyrir hafði látið á sér kræla að nýju. Sumir ákváðu að visu að flytja og yfirgefa borgina en aðrir vildu bretta upp ermar og gera borgina aftur eins og hún var. Fyrir okkur íslendingana sem ekki þekkjum til hryðjuverka nema af fréttum var ákveðinn léttir að snúa heim á ný. Sex dagar á Manhattan höfðu verið lærdómsrík- ir og ógleymanlegir en það fylgdi þvi tilhlökkun að komast aftur heim til íslands í rólegheitin. Eða eins og rithöfund- urinn Ólafur Jóhann Ólafsson, sem búið hefur í New York í 15 ár, orðaði það þá kenna svona atburðir fólki það hve „eftirsóknarverður hversdagsleikinn er“. -rt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.