Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Side 46
50 HelQarblað H>V LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 Sakamál Þverstæðukenndir dómar í Ottawa: Grunsamlega margir nauðgarar Á meðan Nelson sat inni qerðist Cathy Fordham forstöðukona og leiðbeinandi sambýlis sem ætlað var mönnum sem lent höfðu íúti- stöðum við réttarkerfið. Fn þegar lögregluna fór að gruna margt varð- andi áreiðanleika konunnar var stofnunin rannsökuð nánar og kom þá íIjós að hún var ekki annað en greni eiturlyfjanegtenda, alka og kynlffssvall var stundað eftir því sem efni stóðu til. Fyrir einu ári var maður látinn laus úr fang- elsi í Kanada þar sem hann var búinn að sitja inni í hálft fjórða ár fyrir glæp sem var logið upp á hann. Þegar Jamie Nelson var handtekinn og handjárnaður af lögreglumönnum sem beindu aö honum byssum 30. apríl 1996 voru mótmæli hans ekki tekin til greina. Við yfirheyrslur og réttar- höld, sem stóðu yfir vikum saman, trúði ekki nokkur maður orðum hans eða hlustaði á röfl um að hann væri ekki sekur um glæpinn sem hann var ákærður fyrir. Hins vegar urðu marg- ir til að styðja og styrkja fórnarlambið og hvorki lögreglumenn né dómari efuðust um sekt sak- borningsins. Þegar mál Nelsons var aftur tekið fyrir af sér- stökum áfrýjunardómstóli 23. ágúst 2001 tók það aðeins fimm minútur að úrskurða hann sýknan saka. Hins vegar er konan sem kærði glæpinn og bar falsvitni í vondum málum og á yfir höfði sér fangelsisvist fyrir að koma sök á Nelson og nokkra menn til viðbótar. Hefnigimi Cathy Fordham fékk útrás i að ásaka karlmenn um að nauðga sér og misþyrma. En þegar hún hætti að kunna sér hóf í ásökunum um glæpi sem vom grunsamlega líkir hver öðrum fór yfirvöldin að gruna margt og að því kom að farið var að hlusta á framburð karlanna sem annars áttu sér litlar og lélegar málsbætur þegar konan kærði þá fyrir að hafa sýnt sér yfirgang og kynferðis- legt ofbeldi. Jamie Nelson, 34 ára gamall Ottawabúi, er staðráðinn í að þegja ekki yfir þeirri meðferð sem lögregla og dómsmálayfirvöld sýndu hon- um. Nokkurra ára fangelsisvist og mannorðs- missir hefur lagt líf hans í rúst og þótt hann sé nú úrskurðaður saklaus af öllum ákærum losn- ar hann aldrei við að hafa setið inni fyrir ofbeldi og nauögun. Hann segist telja skyldu sína að upplýsa fólk um hvernig hægt er að eyðileggja líf manns með aðstoð lögreglu og réttarkerfis þegar einstaklingur leikur sér að því að stjórna réttvís- inni af hefndarhug einum saman eða hvötum sem erfitt er að útskýra. Framburður þeirra stangaðist illilega á og tvenn réttarhöld þurfti til að úrskurða hvort þeira var fólið og hvort fórnarlambið. f fvrri réttarhöldununi var konan fórnarlambið en karlinn í þeim síðari. Bæði hlutu þau skaða af sem ekki verður bættur meðan þau lifa. Skryltkjóttur ferill Fólkið sem hér kemur við sögu átti sér skrykkjóttan feril. Kringum 1995 átti Jamie Nel- son í harðri rimmu við fyrrum vinkonu sina, Christine Thompson, vegna umgengnisréttar við son þeirra. Vinkonur barnsmóðurinnar áttu drjúgan þátt í þeim málatilbúnaði. Tvisvar sinnum kærði Cathy Fordham hann fyrir ofbeldi. Þá hafði hann fengið úrskurð um lengri umgengnisrétt með syni sinum. Þegar hún kærði Nelson fyrst fyrir ofbeldi var hann úrskurðaður í þriggja mánaða fangelsi. Þegar hann slapp út var úrskurðað að hann mætti hafa son sinn hjá sér um helgi og eina nótt í viku hverri. En í hvert sinn sem hann ætl- aði að sækja soninn var móðir hans búin að senda hann á brott, eða svo sagði hún. Það var ekki fyrr en faðirinn hótaði að kæra brigð kon- unnar á úrskurðinum um umráðaréttinn að hún lét undan og faðirinn fékk að hafa son sinn hjá sér samkvæmt dómsúrskurðinum. Sunnudagskvöldið 30. apríl skilaði hann móð- urinni syninum eftir að vera búinn að hafa hann hjá sér um helgina eins og um var samið. En þegar hann kom með barnið mættu honum lögeglumenn sem beindu byssuhlaupum að manninum og handjárnuðu hið snarasta. Daginn áður hafði Cathy Fordham kært hann fyrir lögreglunni og voru sakargiftir þær að Nel- son hafi barið sig og nauðgað fyrir tveim máðun- um síðan. Hún bar að sér hefði ekki þótt óhætt að kæra ofbeldismanninn fyrr vegna ótta um að hann mundi hefna sin illilega á henni. Engar málsbætur Réttarhöldin stóðu yfir í sjö daga í héraðsdómi Ontariofylkis. Ekki þótti taka þvi að kalla til kviðdóm. Fordham grét iðulega í vitnastúkunni þegar hún var yflrheyrð og fékk eins mikinn tíma og eins mörg glös af vatni og henni hentaði til að skýra dómaranum frá ofbeldinu sem hún var beitt. Var hann sýnilega hrærður þegar hún þuldi raunir sínar. Hinn ákærði neitaði öllum sakargiftum og þóttist hafa fullgilda fjarvistarsönnun sem studd var af vitnum, en Nelson kvaðst hafa verið heima hjá sér þegar nauðgunin átti að eiga sér stað. En dómarinn kaus að trúa Fordham og var maðurinn dæmdur fyrir nauðgun, líkamsárás og líflátshótanir. Þegar dómurinn var kveðinn upp var sakbom- ingur búinn að sitja hálft ár í varðhaldi. Af þeim þremur og hálfu ári sem hann sat inni var Nel- son í einangrun í 15 mánuði sem hann varð að sæta vegna þess að hann neitaði að taka þátt í endurhæfingu þar sem venja átti hann af af- brigðilegum kynlífshvötum. Á meðan Nelson sat inni gerðist Cathy Fordham forstöðukona og leiðbeinandi sambýlis sem ætlað var mönnum sem lent höfðu i útistöð- um við réttarkerfið. En þegar lögregluna fór að gruna margt varðandi áreiðanleika konunnar var stofnunin rannsökuð nánar og kom þá i ljós að hún var ekki annað en greni eiturlyfjaneyt- enda og alka og kynlífssvall var stundað eftir því sem efni stóðu til. Þarna var Cathy í góði aðstöðu til að notfæra sér réttarkerfið til svala hefndarþorsta sínum á karlpeningnum. Hún ákærði marga menn fyrir ofbeldi og nauðgun og er engin sýnileg ástæða fyrir þeirri hegðun hennar. Nokkrir hlutu fang- elsisdóma. í janúar 1998 var maður að nafni Andre Mas- son í nákvæmlega sömu sporum og Nelson var áður. Ákæran á hendur honum var nánast eins. í ágúst sama ár voru Alan Kamen og Philip Francois kærðir fyrir heiftarlega líkamsárás á Cathy þar sem hún var að biðjast fyrir í helli. Báðir höfðu þeir fjarvistarsönnun sem ekki var hægt að bera brigður á. Cathy Fordham neitaði að gangast undir lygapróf, og var sjálf ákærð fyr- ir brot gegn réttvísinni. Lögreglurannsókn leiddi í ljós að Fordham var haldin lygaáráttu og var rannsóknum hætt á þeim málum sem byrjað var að rannsaka. En Jamie Nelson fékk að dúsa í fangelsi til 1999 og þá hét það að hann hefði verið náðaður. Cathy Fordham var aftur á móti ákærð fyrir falskar ásakanir og fyrir að hafa hótað ástmanni lífláti. Uppgjöf saka Sakaruppgjöf Nelsons byggðist á hve konan sem bar hann þungum sökum reyndist vera óá- reiðanleg. En ekkert var minnst á að dómarinn sem sakfelldi hann hafi sýnt dómgreindarleysi þegar hann tók allar ásakanir konunnar sem fullgildar sannanir. En dómarinn sem lýsti hann sýknan saka brá út af hefðum og gekk yfir til Nelsons og rétti honum höndina. Þegar Cathy Fordham frétti af sýknu Nelsons sagðist hún ekki hafa vitað að til stæði að taka mál hans upp á ný en hefði hún vitað það myndi hún standa við fyrri ásakanir og sagðist aldrei hafa kært mann fyrir neitt sem hann ekki gerði. Hún kvaðst þess fullviss að hefði hún fengið að vitna á ný sæti Nelson enn í fangelsinu. En lendi einhver i fangelsi vegna málsins get- ur það allt eins verið Cathy Fordham fyrir að bera mann röngum sökum, leiða rannsóknarlög- regluna í villigötur og bera falsvitni. Hún hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir þessar sakir og ef hún reynir aftur að bera mann röngum sökum verður hún að afplána fangelsisdóm. Eftir þessi málalok var Nelson frjáls maður á ný. Hann segist hafa reynt aö segja sannleikann í málinu gegn sér en enginn vildi trúa honum. Fangelsisvistin var erfið því að þar var hann meðhöndlaður sem nauðgari af fangavöröum og samföngum. En hann huggar sig við að meðferðin á honum geti orðið lögreglu og dómstólum til viðvörunar og að þeir láti ekki falsvitni fara með sig í gön- ur. Um Cathy Fordham segir Nelson að hún sé bit- ur, sár og hefnigjörn kona sem hafi komist upp með að blekkja réttvísina. En hún hefði ekki get- að eyðilagt líf svo marga manna sem raun ber vitni nema með aðstoð fjölda annarra sem studdu vafasaman málstað hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.