Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Page 47
LAUGARDAGUR SEPTEMBER 2002 HelQctrbloö E>'Vr 51 Blóðbað á Skeiðarársandi í þessum skúta í Hafrafelli fannst morðinginn eftir rneira en sólarhrings leit. Hann var með tvær hlaðnar byssur lijá sér en veitti eklti mótspyrnu við handtökuna. Þegar frönsku systurnar Marie Luce oq Yvette Marie Bahuaud komu til ís- lands sumarið 1983 óraði þær ekki fqrir þvíað ferð þeirra mqndi enda með skelfinqu. Sumarfríþeirra endaði í blóðbaði á Skeiðarársandi þeqar sjálfskipaður löqreqlumaður úr sveit- inni réðist'að þeim ísæluhúsi oq mqrti Yvette Marie oq stórslasaði Marie Luce. Það var í lok maí sumarið 1983 sem frönsku systurnar Marie Luce og Yvette Marie komu til íslands og hugöust verja sumarfríi sínu hérlendis en halda aftur til Frakk- lands 22. ágúst. Segir ekki af ferð þeirra sem var í megin- dráttum hringferð um landið en þegar dró að lokum sum- arfrísins voru þær systur staddar á Austfjörðum og gistu á Djúpavogi aðfaranótt 16. ágúst. Daginn eftir héldu þær áfram suður á bóginn og ferð- uðust þannig að þær fengu far með bifreiðum-sem leið áttu um þjóðveg eitt, eða eins og sagt er á mannamáli, þær voru á puttanum. Þær biðu lengi þann 16. ágúst við gatnamótin við Höfn í Hornafirði eftir fari áleiðis í Skaftafell en þangað vildu þær fara með viðkomu við Jök- ulsá á Breiðamerkursandi. Klukkan var orðin fimm þegar græn Mercedes Benz- bifreið merkt FÍB kom akandi frá Hornafirði á vesturleið og fengu systurnar far með henni. Ökumaðurinn reyndist vera íslendingur á miðjum aldri sem talaði sæmilega ensku. Hann sagði systrunum að hann væri lögreglumað- ur og starfssvæði sitt næði frá Jökulsá á Breiðamerkur- sandi og að Skaftafelli. Systurnar vildu gista í sæluhúsi á Breiðamerkursandi en þar reyndist fólk vera fyrir og eft- ir myndatökur við lónið ákvað bíistjórinn að aka systrun- um í sæluhúsið á Skeiðarársandi og þar skildi hann þær eftir rétt fyrir níu um kvöldið. Systurnar sofnuðu um hálftíu en vöknuðu um hálftólf þegar ruðst var inn í húsið og stóð þar maðurinn sem ekið hafði þeim á staðinn. Hann hélt á vasaljósi í annarri hendi en byssu í hinni. Hann var rólegur að sjá og yfir- vegaður. Hann sagði að sér hefði borist upplýsingar um það frá lögreglu á Akureyri aö þær systur reyktu hass og vOdi að þær kæmu þegar í stað með sér til yfirheyrslu. Þegar þær neituðu fór hann aftur út og kom síðan til baka með búta af rafmagnsvír og einhvern þungan hlut í hend- inni og var nú talsvert reiður og æstur. Maðurinn vildi helst fá að binda aðra þeirra með rafmagnsvírnum og hafa þær á brott með sér. Þar sem þessar þrjár manneskj- ur stóðu og þráttuðu um þetta meðan ótti systranna óx stöðugt réðist maðurinn skyndilega að annarri þeirra og barði hana i höfuðið annaðhvort með byssunni eða hlutn- um sem hann hélt á. Stúlkan hné þegar niður og missti meðvitund. Þegar hún rankaði við sér heyrði hún í fjarska neyðar- óp systur sinnar og að minnsta kosti tvo skothvelli og síð- an hljóð í bifreið sem var gangsett og ekið í burtu. Systir- in þorði varla að hreyfa sig og átti reyndar erfitt með það en gekk loks út á veg og svo vildi til að lögreglumaður á leið á vettvang var í fyrsta bil sem hún stöðvaði. Please help me ■ í millitíðinni hafði bílstjóri vöruflutningabíls sem leið átti yfir sandinn orðið að stöðva við brúna á Skeiðará þar sem græn Benz-bifreið stóð hálf inni á veginum. Við bíl- inn stóð fullorðinn karlmaður en þegar vörubíllinn stopp- aði kom stúlka í ljós sem hálfskreið frá vegjaðrinum og kom að vörubílnum. Hún hrópaði til bílstjórans: „Please help me, he try to kill me.“ Stúlkan var blóöug í andliti og á höndum. Karlmaður- inn kvaðst vera starfsmaður FÍB og hefði hann ekið á stúlkuna í ógáti og væri hún viti sínu fjær og geðveik og óviðráðanleg með öllu. Maðurinn bað bílstjórann að aka þegar í Skaftafell og ná í hjálp en kvaðst myndu bíða á staðnum á meðan. Þessu hlýddi bílstjórinn en það vakti athygli hans hve harkalega maðurinn dró stúlkuna frá vörubílnum. Þegar bílstjórinn kom í Skaftafell bárust fréttir af þess- um atburðum til lögreglunnar og fóru menn þegar á stað- inn og athuguðu vettvang en fundu engan bíl og ekkert fórnarlamb en fljótlega fannst systirin sem orðið hafði eft- ir í sæluhúsinu og var allmikið slösuð eftir þungt höfuð- högg. Var henni komið undir læknishendur en leitað áfram að bílnum en nótt var orðin dimm þegar þessir at- burðir gerðust og það var ekki fyrr en klukkan níu um morguninn að umrædd Benz-bifreiö fannst mannlaus í malarnámu við Neskvisl ekki langt frá Skaftafelli. í far- angursgeymslu bifreiðarinnar fannst lík Yvette Marie og voru skotsár á líkinu. Þrátt fyrir krufningar tókst ekki að staðfesta að skotsárin hefðu verið banamein hennar ein- vörðungu en líkur voru leiddar að því að loftleysi í far- angursgeymslu bifreiðarinnar hefði átt sinn þátt í andláti hennar. Bílstjórinn sást hvergi og þegar dagur rann hófst gríð- arlega umfangsmikil leit að honum um allan Skeiðarár- sand og voru notaðar flugvélar, þyrlur og sporhundar. Maðurinn var búsettur á sveitabæ í Öræfum og allar sög- ur hans um embættisstörf í þágu FÍB eða héraðslögregl- unnar reyndust vera uppspuni og hafði hann fengið FÍB- skilti á bifreið sína eftir vafasömum leiðum. Passaðu þig, hún er hlaðin Leitin stóð allan þennan dag án árangurs en snemma að morgni næsta dags voru tveir leitarmenn staddir í hlíðum Hafrafells ekki langt frá þeim staö þar sem bíllinn fannst og sáu hvar hróflað hafði verið við steinum. Þegar þeir gengu nær sáu þeir hvar maðurinn sem leitað var að lá hreyfingarlaus á hliðinni inni í litlum skúta undir stór- um stein. Þeim sýndist hann fyrst vera látinn en þegar leitarmaður ætlaði að seilast eftir riffli sem lá hjá mann- inum sagði hann: „Passaðu þig, hún er hlaöin." Leitarmaðurinn tók riffilinn og tók úr honum skot en þegar hann leit við sá hann hvar morðinginn sat inni í skútanum og var að taka skot úr haglabyssu sem leitar- maðurinn hafði ekki komið auga á. „Ég ætlaði ekki að nota hana á ykkur, strákar mínir, þetta var algert óviljaverk," sagði morðinginn sem síðan fylgdi leitarmönnum eftir án mótþróa. Ákærði kvaðst hafa snúið aftur í sæluhúsið um nóttina þar sem stúlkurnar gistu til þess að kanna grunsamlegar mannaferðir en hann taldi sig sjá mann ganga þar inn. Þegar inn var komið taldi hann sig finna megna hasslykt og sjá reyk í loftinu. Hann vildi færa stúlkurnar til yfir- heyrslu en þegar þær neituðu ákvað hann að sækja byssu sem hann var með í bílnum því hann taldi að útlending- ar væru hræddir við byssur. Hann hélt statt og stöðugt við þann framburð að skot hefðu hlaupið úr byssunni í ógáti og það hefði alls ekki verið ásetningur sinn að vinna systrunum skaða á neinn hátt en hlutir hefðu gerst mjög hratt og hann orðið hræddur og æstur. í fyrstu kvaðst hann hafa flúið upp í fjall með þaö fyr- ir augum að ráða sjálfum sér bana þegar honum varð ljóst hvernig komið var en þegar til átti að taka treysti hann sér ekki til þess. Hann var þó búinn að krota eftirfarandi skilaboð á byssuskeftið sem hann ætlaði að skilja eftir til skýringar: „Þær voru með hass og þegar ég sagði þeim að koma með á stöðina réðust þær á mig ég veit ég gerði vitleisu þess vegna því þið hefðuð aldrei trúað mér.“ Hann hélt alltaf fast við þann framburð að stúlkan hefði verið lifandi þegar hann skildi við hana í farangurs- geymslunni og hann væri því ekki ábyrgur fyrir dauða hennar. Með þráhyggju um hassneyslu Rannsóknir lögreglu staðfestu aldrei nein ummerki um meinta hassneyslu systranna og var það því talinn hugar- burður morðingjans. Við geðrannsókn var hann talinn með starfhæfa greind í meðallagi en með tilhneigingu til þunglyndis. Tilfinningaviðbrögð hans einkenndust af mikilli rósemi og bælingu á tilfinningalífi. Ekki varð vart neinna einkenna um meiri háttar taugaveiklun, ofskynj- anir, haldvillur, sérviskulegan hugsunarhátt eða tjáning- armáta. Hugmyndir hans um flkniefni, neyslu þeirra og smygl til landsins í stórum stil voru taldar öfgakenndar þótt ekki gætu þær talist sjúklegar. Hann var skilgreindur með persónuleikatruflun sem rekja mætti til lélegra uppeldisskilyrða í bernsku. Þess- ara truflana varð einkum vart undir áhrifum áfengis en þá gátu viðbrögð hans orðið heiftarleg og allt að því til- viljanakennd. Ákærði haföi misnotað áfengi árum saman en heldur dregið úr neyslu þess siðustu 1-2 árin fyrir þennan atburð. Niðurstaða Hæstaréttar sem fjallaði um málið í mars 1984 var sú að ákærði skyldi sæta fangelsi í 16 ár. -PÁÁ Skeiðarársandur er víðáttumikill og gróðurvana. Hann var sögusvið skuggalegs harnilciks í ágúst 1983 þegar sjálfskipaður sveitalögreglumaður mvrti franska stúlku og stórslasaði systur hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.