Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 50
54 Helgarblctö 3Z>"V LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 Björt mey og hrein Ekkert kynferðislegt Árið 2001 tók Britney þátt í rokkhátíð í Rio de Janeiro. í þrjá daga dvaldist hún með unnusta sínum fyrrverandi, Justin Tim- berlake úr *N’sync, í brúðarsvítunni. Hann hafði einnig haldið því stíft fram að hann væri hreinn sveinn og saman komu þau skötuhjú fram á blaðamannafundi og sögðu að þau hefðu átt yndislegar kynlífslausar stundir saman á hótelherberginu, pantað kjúklingabita og haldið utan um hvort annað. Þessi hótel- dvöl minnir á einhvem öfugsnúinn hátt á vikudvöl Johns Lennon og Yoko Ono í rúmi í Amsterdam. Nokkru eftir Rio-ævintýrið kom Britney fram í sjónvarpi og hélt því fram að skírlífi gerði konur sterkari og neitaði því að hún notaði nokkuð kynferðislegt til að selja plöturnar sín- ar. skipulögð af hljómplötufyrirtækjum og markaðsskrif- stofum. Tónlistin er samin þannig að hún fellur algjör- lega innan ríkjandi strauma í dægurtónlist. Þrátt fyrir augljós afskipti ímyndarsérfræðinga þá felst ímyndarsköpun Britney meðal annars í því að hún sé stúlkan sem braust á eigin spýtur upp úr foraði sveita Louisiana og til heimsfrægðar. Britney hóf ferð- ina til frægðar strax sex ára gömul með þvi að taka þátt í hæfileikakeppnum barna í heimahéraðinu Kentwood þar sem hún fæddist annan desember 1981. Hún fór í balletttíma og einnig lagði hún stund á fim- leika þar sem hún náði góðum árangri í gólfæfingum. Hún hætti að æfa fimleika þegar hún var níu ára og ákvað að ganga til liðs við dansflokk sem fór um ríkið og keppti þar í dansi. Á þessum uppákomum söng Brit- ney einnig. Um þetta leyti fór Britney í áheyrnarprufu hjá Mou- seketeers hópnum í Mikka mús-klúbbi Disneylands. Hún komst í lokahópinn en komst ekki inn vegna ungs aldurs. Henni var samt ráð- lagt að leita fyrir sér annars staðar því hún hefði nokkra hæfi- leika. Næstu þrjú sumur dvaldi hún því í New York með móð- ur sinni þar sem hún lærði í leik- húsum á Off-Broa- dway og listaskól- um. Þegar hún náði ellefu ára aldri reyndi hún aftur við Mouseketeers og komst nú inn í hópinn og dansaði og söng þar í tvö ár. Á sama tíma var fyrr- verandi kærasti Brit- ney, Justin Tim- Britney Spears hefur tekið við af Móður Theresu sem fræqasta skfrlífa konan á jarðarkringlunni. Þessi tæpleqa tvítuga stúlka frá Louisiana hefur náð að leqqja stáran hluta poppheimsins að fátum sér með þvíað tefla saman kynferðislegu myndmáli ímyndböndum sínum oq stranq- kristinni huqmyndafræði um meydóminn. Upp úr foraðinu ímynd Britney Spears byggist að langmestu leyti á útliti hennar og markaðssettu innræti. Tónlist hennar er kannski ekki stór hluti af frama hennar. Margir hafa einnig sett spurningarmerki við hversu mikill listamaður Britney sé þar sem ímynd hennar og tónlist er vandlega hönn- uð og berlake, einnig í Mouseketeers. Að því loknu fór hún aftur til Kentwood þar sem hún fór í framhaldsskóla. „Þessi stelpa prédiltar sltírlífi“ Þessi ferill úr sveitinni í sviðsljósið hefur verið not- aður sem fyrirmynd fyrir „venjulegar” stúlkur. Ösku- buskusagan selur nú sem endranær. Ungar amerískar stúlkur þurfa ekki endilega að „festast" i einhverju fyrirsjáanlegu fari með mann og þrjú börn. Þær eiga möguleikann á því að fá heim til sín álfadís sem „frels- ar“ þær úr viðjum hversdagsins og hjálpar þeim upp á stjörnuhimininn. Britney er ekki venjuleg; hún er heimsfræg, með yfirpródúseraðan kynþokka og síðast en ekki síst: hrein mey. Það hefur augljósa kosti í markaðssetningu popp- stjörnu að kynna hana sem hreina mey. Með því er hægt að spila mjög á tvískinnung vestrænna þjóðfé- laga. Helsta áhyggjuefni foreldra unglinga hefur í gegnum tíðina verið þau skelfilegu áhrif sem list og lífsstíll rokkara gæti haft á ungdóminn. Þess vegna var flestum foreldrum kærara að börnin hlustuðu á Bítl- ana frekar en Rollingana. Fólki er illa við að „fyrir- bæri“ eins og Alice Cooper og Marílyn Manson séu í eyrum og augum barna sinna. Markaðurinn stækkar lika töluvert þegar skírlífið er orðið söluvara eins og í tilfelli Britney Spears. „Þessi stelpa er að prédika skír- lífi,“ segir amma gamla og kaupir diskinn hennar til að gefa dótturdótturinni. Skírlíf manneskja getur ekki haft nein ill áhrif á ungt fólk. Þversögnin í ferli Britney Spears er sú að skírlífið selur púrítönskum uppalendunum Britney en kyn- þokkafullt útlit hennar og ástarhjalstextar er það sem unga fólkið kaupir. Mörgum þykir þessi skírlífistíska í Bandaríkjunum bera vott um tviskinnung og afturhaldssemi. Með þessu sé verið að gera kynlíf tortryggilegt, óæskilegt og jafnvel óeðlilegt. Allt það sem síðustu kynslóðir hafi lagt á sig til að konur mættu vera sjálfstæðar í kynlífi sé brotið á bak aftur með kristilegum kreddum. Ef skírlífi er dyggð hlýtur kynlíf að vera synd. Og tákn- gervingur skírlífisins er ekki lengur Móðir Theresa heldur unglingur frá Louisiana sem hlýtur að reyna mjög á þanþol hugtaksins „hrein mey“. Byggt á: Britney Spears, Victorian Chastity and Brand-name Virginity eftir Joe Lockard www.lifeway.com/tlw o.fl. meyjar með því að tefla saman kynlífsþenkj- andi viðskiptadurti og hinni ungu poppstjörnu. Hvað nú ef...? Vegna þessarar markaðssetningar á Britney er hún nú komin í hálfgerðar ógöngur. Hún er tvítug og er enn að syngja um ástir táninga. Meydómur Brit- ney er ekki lengur siðferðisleg og per- sónuleg ákvörðun hennar sjálfrar heldur hluti af vörumerkinu Britney Spears. Hvað ef hún yrði ástfangin? Hvað ef hún missti meydóminn? Hvað ef hún gifti sig? Verður hún þá enn Britney Spears? „Flý þú æskunnar girndir, en stunda réttlæti, trú, kærleika og frið við þá, sem ákalla Drottin af hreinu hjarta,” segir i seinna bréfi Tímóteusar í Biblí- unni. Þetta er eitt af fimm boðorðum True Love Waits átaksins í Banda- ríkjunum en megintakmark þess er að sannfæra ungt fólk um að það þurfi ekki að skella sér í ástarsam- bönd og kynlíf fyrr en það er tilbúið til þess. Með þessu segjast trúarsamtök vestra vilja meðal ann- ars stuðla að ábyrgara kynlífi ungs fólks og mikil áhersla er lögð á skírlífi. Skirlífi virðist vera í tisku Bandaríkjunum um þessar mundir. Kemur þar ekki s til að Britney Spears hefur reynt að halda þvi á lofti að hún sé hrein mey. Og eins og allt annað þá var hægt að meta mey- dóm hennar til fjár. Vel stæður og einmana viðskiptamaður sendi henni lítið lettersbréf þar sem hann bauð henni sjö og hálfa milljón dala fyrir fyrstu mökin við hana. „Þetta er viðbjóðslegt tilboð,“ sagði Brit- ney í fjölmiðlum. „Hann ætti að fara í kalda sturtu og láta mig í friði. Það er yfirgengilegt að maðurinn skuli bjóða manni eitthvað sem er fullkom- lega óásættanlegt.“ Ein fyrsta spurningin sem vaknar þegar þetta er rifjað upp er: hvers vegna var þetta til- boð gert opinbert? Lík- lega hefur vakað fyrir umboðsmönnum stjörnunnar styrkja ímynd hennar sem hreinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.