Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Side 57

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Side 57
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 Helcjarblað 33V e i Þórhallur Hróðmarsson kennslustjóri við Garðyrkjuskóla ríkisins verður 60 ára á morgun Þórhallur Hróðmarsson, kennslustjóri við Garð- yrkjuskóla ríkisins, Hveramörk 4, Hveragerði, verður sextugur á morgun. Starfsferill Þórhallur fæddist á Kiljarholti á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu en flutti á Höfn í Hornafirði 1945 og til Hveragerðis 1946. Hann lauk landspróf í Hvera- gerði 1958, stúdentsprófi frá ML 1962, forprófi í lyfja- fræði lyfsala 1963, kennaraprófi frá KÍ 1969 og prófi í landmælingum við verkfræðideild HÍ1971. Þórhallur stundaði garðyrkju, byggingarvinnu og uppskipun á námsárunum, var hann lærlingur í Apó- teki Austurbæjar 1963-64, vann við ullarþvott 1964 og var á netabát frá Þorlákshöfn 1965. Hann stundaði byggingarvinnu og síðan kennslu á Drangsnesi 1967-68 og prófarkalestur á Morgunblaðinu sumarið 1969. Þórhallur varð kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins 1969 og kennir þar enn. Þá stundaði hann mælingar og byggingarvinnu á sumrin. Þórhallur átti lögheimili í Hveragerði 1946-69 en flutti þá til Reykjavikur. Haustið 1971 flutti hann að Reykjum í Ölfusi og bjó þar til 1979, en þá flutti hann niður í Hveragerði, þar sem hann býr enn. Þórhallur var mikill áhugamaður um byssur og skotveiðar, var um tíma í Skotfélagi Reykjavíkur, Skotfélagi Hveragerðis, sem ekki er lengur til, og Skotfélagi Suðurlands. Hann er nú félagi í Skotveiði- félagi íslands. Hann hefur sungið bassa í Kirkjukór Hveragerðis um tuttugu ára skeið, var einhver ár gjaldkeri Leikfélags Hveragerðis og er núna ófélags- bundinn bókari félagsins. Þórhallur hefur skrifað tvo kennslupésa, annan um landmælingu og hinn um rekstur og áætlanagerð. Hann heldur úti vefsiðu með eigin lögum við eigin ljóð og annarra, þar sem hægt er að lesa ljóðin og hlusta á lögin samtímis. Þar er einnig hægt að nálg- Kristín Ásta Ólafsdóttir húsmóðir í Reykjavík Kristín Ásta Ólafsdóttir húsmóðir, Aðalstræti 9, Reykjavík, verður áttræð á morgun. Starfsferill Kristín fæddist á Reykhól- um en ólst upp í Reykjavík. Hún lauk barnaskólaprófí í Austurbæjarskólanum, var einn vetur í Kvennaskólan- um og var síðan í vist og af- greiddi í Bernhöftsbakaríi. Þá starfaði hún í sautján ár við Borgarspítalann frá 1974. Eftir að Kristín gifti sig varð hún húsmóðir á barnmörgu heimili. Fjölskylda Kristín giftist 31.5. 1946 Óskari Pálmarssyni, f. 3.9. 1921, d. 18.1. 1989, línumanni hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur. Hann var sonur Jóns Pálmars Sigurðs- sonar, f. 7.4. 1895, d. 18.5. 1978, og Önnu Guðbjargar Helgadóttur, f. 11.9. 1898, d. 11.10. 1969. Börn Kristínar og Óskars eru Kristján Normann, f. 17.11. 1942, skipstjóri og hafnarvörður í Þorlákshöfn, kvæntur Ragnheiði Guðmundsdóttur; Sigurður, f. 20.12. 1945, rafvirki í Reykjavík, var kvæntur Ólöfu Húnfjörð sem lést 27.6. 2002; Brandur, f. 25.1. 1947, d. 27.1. 1947; Lárus Örn, f. 19.6. 1948, rafvirki í Reykja- vík, kvæntur Svölu Guðlaugu Sigurjónsdóttur; Anna Hulda, f. 26.8. 1949, hárgreiðslukona í Reykjavík, gift Sigurði Kjartani Lúðvíkssyni; Guðfinna, f. 4.7. 1952, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóhanni Baldvini Garðars- syni; Ásdís, f. 25.2.1954, sjúkraliði á Selfossi, gift Jóni Guðna Bergssyni; Ólafur Óskar, f. 23.1. 1958, íþrótta- kennari á Akureyri og síðar rafvirki, kvæntur Aðal- björgu Hafsteinsdóttur; Ingibjörg, f. 4.8. 1959, skrif- stofumaður í Reykjavík, gift Örlygi Ómari Árnasyni; Halldóra, f. 10.9.1962, dagmóðir í Reykjavík, gift Ólafi Grétari Kristmundssyni. Systkini Kristínar Ástu; Sigurður Erlends, f. 23.11. 1923, d. 2.3. 1998, járnsmiður; Þórhallur Björgvin, f. 13.11. 1926, læknir; Jón, f. 14.2. 1929, d. 17.5. 1997, raf- virkjameistari; Leifur, f. 29.1. 1931, d. 7.1. 2001, mál- ari; Oddur, f. 29.8. 1932, verkamaður; Sigurbjöm Hlöðver, f. 26.3. 1934, sjómaður; Ingibjörg Snjólaug Dunn, f. 11.5. 1936, húsmóðir; Guðjón Þór, f. 2.7. 1937, d. 4.11. 1998, vélsmiður; Arndís Dunn, f. 16.8. 1939, húsmóðir. Foreldrar Kristínar Ástu voru Ólafur Bjarnleifs- son, f. 28.5. 1899, d. 28.12. 1946, verkamaður, og Bran- dis Árnadóttir, f. 4.8. 1900, d. 14.7. 1973, húsmóðir. Kristín tekur á móti gestum í félagsheimili Orku- veitunnar í Elliðaárdal á morgun kl. 15.00. ast textasettar nótur með bókstafahljómum af öllum lögunum. Veffangið er http://www.mmedia.is/thor- hrod/ Fjölskylda Þórhallur kvæntist 13.9. 1969 Önnu Jórunni Stef- ánsdóttur, f. 21.12. 1942, talmeinafræðingi. Foreldrar hennar eru Vilborg Ingimarsdóttir frá Efri-Reykjum í Biskupstungum, nú látin, kennari, og Stefán Sigurðs- son frá Reyðará í Lóni, fyrrv. kennari, til heimilis hjá Önnu Jórunni og Þórhalli. Börn Þórhalls og Önnu Jórunnar eru Stefán Ingi- mar, f. 30.4.1974, kennari og trommuleikari á Selfossi, kvæntur Kristínu Örnu Hauksdóttur íslenskufræð- Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri á Grenivík Guðný Sverrrisdóttir, sveitarstjóri á Grenivík, Stórasvæði 8, Grenivík, verð- ur fimmtug á morgun. Starfsferill Guðný fæddist á Lóma- tjörn og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MA 1972. Guðný var kennari við Grunnskólann á Grenivík 1974-80, skrifstofumaður hjá Grýtubakkahreppi 1982-87 og er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps frá 1987. Hún er stjórnarformaður Landspítala Háskólasjúkra- húss frá 1999. Guðný sat í stjórn Fjórðungssambands Norðlend- inga, hefur setið í stjórn Iðnþróunarfélags Eyjafjarð- ar, hefur verið formaður skólanefndar MA og oddviti héraðsnefndar Eyjafjarðar. Fjölskylda Guðný giftist 5.7. 1975 Sigurði Jóhanni Ingólfssyni, f. 1.6. 1954, bónda. Hann er sonur Ingólfs Jóhannsson- ar, f. 24.1. 1909, nú látinn, verkamanns í Ásgarði í Grenivik, og Báru Eyfjörð Jónsdóttur, f. 20.7. 1915, nú látin, húsfreyju. Synir Guðnýjar og Jóhanns eru Ægir Jóhannsson, f. 19.8. 1976, nemi við HA, búsettur á Grenivík; Ingólf- ur Jóhannsson, f. 22.9. 1980, sjómaður á Akureyri en sambýliskona hans er Guðný Garðarsdóttir og er dótt- ir þeirra Védís Alma Ingólfsdóttir, f. 19.10. 2000. Systur Guðnýjar eru Sigríður Sverrisdóttir, f. 31.5. 1948, leiöbeinandi á Grenivík; Valgerður Sverrisdótt- ir, f. 23.3.1950, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, búsett á Lómatjörn. Foreldrar Guðnýjar voru Sverrir Guðmundsson, f. 10.8. 1912, nú látinn, bóndi og oddviti á Lómatjörn, og k.h., Jórlaug Guðrún Guðnadóttir, f. 9.5. 1910, d. 15.4. 1960, fyrrum kaupkona í Reykjavík og síðar húsmóðir á Lómatjörn. Ætt Sverrir var sonur Guömundar Sæmundssonar, b. á Lómastjörn, og k.h., Valgerðar Jóhannesdóttur hús- freyju. Jórlaug Guðrún var dóttir Guðna Eyjólfssonar frá Efra-Apavatni, póstafgreiðslumanns í Reykjavík, síðar í Wynyard í Saskatchewan í Kanada, og Sigríðar Guð- mundsdóttur húsfreyju, síðar í Reykjavík og Neskaup- stað. Guðný tekur á móti gestum laugard. 14.9. eftir kl. 19.00. ingi; Vilborg Una (Vilborg U.T. Viglas), f, 17.9. 1974, röntgentæknir í Boston, gift Matthew Viglas trésmið. Systkini Þórhalls: Margrét S. Sigurðardóttir, f. 12.4. 1930, húsfreyja á Hólmi á Mýrum í Austur-Skaftafells- sýslu; Bjarni Eiríkur Sigurðsson, f. 27.6. 1935, fram- kvæmdastjóri og eigandi Reiðskólans Þyrils ehf. í Víðidal, búsettur í Reykjavík; Anna Sigríður Hróð- marsdóttir, f. 7.2. 1941, leirkerasmiður og myndlistar- maður í Lundi í Varmahlíð; Óttar Hrafn Hróðmars- son, f. 19.6.1944, kerfisfræðingur í Hollandi; Hallgrím- ur Hróðmarsson, f. 18.8. 1948, framhaldsskólakennari í Ólafsvík. Foreldrar Þórhalls voruHróðmar Sigurðsson frá Reyðará í Lóni, kennari, og Ingunn Bjarnadóttir frá Hólabrekku á Mýrum, húsfreyja og tónskáld. Hróð- mar og Ingunn eru bæði látin. Þau bjuggu síðast í Hveragerði. Þórhallur og Anna Jórunn verða bæði sextug á árinu og ætla því að sameina tilstandið einhvern tíma milli afmælanna með þvi að bjóða vinum og velunn- urum á blandaðan konsert með úrvalstónlistarmönn- um í Hveragerðiskirkju. Aðgangur verður ókeypis, en þeim sem hefði dottið í hug að gleðja hjónin, með blómum, víni eða einhverju glingri, er bent á að láta andvirðið frekar renna í flygilsjóð Tónlistarfélagsins, Árið 1933 kom út ljóðabók eftir Jón Þorsteinsson frá Arnarvatni. Árið 1960 kom út önnur útgáfa aukin und- ir heitinu Ljóð. Jón fæddist árið 1859 og lést 1948. Hann bjó lengst af á Amarvatni i Mývatnssveit. í bók- inni eru mörg vel gerð kvæði en hér verður þó ein- göngu staldrað við lausavísur hans. Við byrjum á vísu sem birtist áður hér í þættinum höfundarlaus. Nú er höfundurinn fundinn og auk þess nafn á vísuna: Pólitískur himinn Allt er mœlt á eina vog í því svarta skýi, helmingurinn öfgar og afgangurinn lygi. Næst er haustvísa: Kólfa sig flög, því frost er í, fölna kinnar á túnum; éljafœtur og skráveifuský skripla á fjallabrúnum. Ekki er getið um tilefni vísnanna né um hvern er ort enda eru þær oft myndrænar og standa fyllilega fyrir sínu án útskýringa: Gengur þar meö gœruskinn gamli Úlfur skytta; þarna œtlar andskotinn ömmu sína aö hitta. Og sennilega hafa flest skáld ort um fallvaltleika mannviröinganna. Þessi gæti átt við á öllum tímum: Fyrri var þér viröing snjöll veitt í borg og hreysi; nú er lífs þíns eignin öll eintómt sómaleysi. Stundum yrkir hann dýrt. Næsta vísa er gagara- villa, frumsniðstímuð, síðstímuð og framrímuö. Gag- aravilla er það afbrigði af venjulegu gagaraljóði þegar endarim 1. og 3. braglínu sniðrímar við 2. og 4. brag- línu: Slyng er tófa aö grafa göng, glingrar spói um mýrahring, kringum mó viö hrauna hröng hringlar snjóugt beitilyng. í Biblíunni, í Síðari Samúelsbók 11, 1-27, má lesa um samskipti Davíðs konungs við hjónin Úría og Batsebu. Þessi kostulega ástarsaga varð Jóni að yrkisefni: Aldrei mundi Úría oröið hafa viöskila, heföi ekki Batseba baðað sig við lindina, Davíö með sinn kvœöakliö klifraö upp á húsþakiö, litiö þennan sóma siö. Svona er stundum hreinlœtiö! Símaöi Jóab heim í hlaö: „Hetítinn er oröinn spaö“! Ýmsir heyröu eftir það öðling spila margraddaö. Umsjón Ragnar Ingi Aðalsteinsson ria@ismenntis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.