Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Síða 2
2
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002
DV
Fréttir
FÍB-tryggingar bjóðast á nýjan leik eftir eins árs hlé:
Samkeppni lækkar iðgjöldin
- segir framkvæmdastjóri FÍB. Boöar allt að 20% lækkun bílatrygginga
„Með því að bjóða félagsmönnum
upp á FÍB-tryggingu, sem er einfald-
lega vöruheiti á hagkvæmum kosti
í tryggingum, erum við að efla sam-
keppni á þeim fákeppnismarkaði
sem hér er. Skortur á samkeppni
hefur verið helsta ástæða þess hvað
iðgjöld hafa hækkað langt umfram
annað verðlag. Jafnvel hækkun
skaðabóta réttlætir ekki þá miklu
iðgjaldahækkun sem orðið hefur á
ábyrgðartryggingum bifreiða á síð-
astliðnum þremur árum. Aukin
samkeppni kemur neytendum ör-
ugglega til góða en við teljum okk-
ur geta lækkað iðgjöld bílatrygg-
inga um allt að 20 prósent," sagði
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Félags islenskra bifreiðaeig-
enda, FÍB, í samtali við DV.
FÍB-trygging býðst nú félags-
mönnum í FÍB á nýjan leik eftir
eins árs hlé. FÍB hefur náð samn-
ingum við nýtt
vátryggingafélag,
íslandstrygg-
ingu, um að ann-
ast tryggingar
fyrir félagsmenn.
Með þessum
samningum segj-
ast talsmenn FÍB
enn á ný stuðla
að lækkun ið-
gjalda bílatrygg-
inga hér á landi. Umsjón FÍB-trygg-
ingar verður i höndum Alþjóðlegr-
ar miðlunar eins og áður en ís-
landstrygging annast vátrygging-
amar sjálfar.
Útboð á bílatryggingum á vegum
FÍB árið 1996 varð til þess að erlent
vátryggingafélag bauð FÍB-félögum
mun lægri iðgjöld en áður höfðu
þekkst. Munaði tugum prósenta á
iðgjöldum. Hérlend tryggingafélög,
sem ekki höfðu talið svigrúm til að
lækka iðgjöldin, lækkuðu sín ið-
gjöld verulega i kjölfarið. Þau við-
brögð urðu öðru fremur til þess að
færri fluttu tryggingar sínar en FÍB
og erlent tryggingafélag höfðu von-
ast eftir. Erlenda félagið hætti því
starfsemi sinni hér á landi og FÍB-
trygging varð ekki lengur valkostur
á markaðinum. Runólfur ítrekar að
FÍB sé ekki tryggingafélag heldur
leiti bestu kjara fyrir sína félags-
menn á markaðinum hverju sinni
með aðstoð tryggingamiðlara, Is-
landstryggingar í þessu tilfelli.
Runólfur segir að FÍB-trygging
stuðli að heilbrigðri samkeppni í
bílatryggingum en hana hafi sár-
lega vantað.
„Hver 10% í sparnaði geta þýtt
verulega upphæð fyrir trygginga-
taka. Tryggingafélögin hafa til-
hneigingu til að gera samanburð á
verði trygginga erfiðan og flækja
alla umræðu um mismunandi kjör
á þessum markaði. En aðalatriðið
er að fólk fari yfir hvað það er að
greiða í tryggingar í dag og kanni
hvað við höfum upp á að bjóða. Þá
ætti munurinn að blasa við,“ segir
Runólfur.
Hann bætir við að nú bjóðist
einnig húseigenda- og heimilis-
tryggingar undir merkjum FÍB en
þann valmöguleika hafi sárlega
vantað síðast þegar FÍB-trygging
var í boði.
„Munurinn er hins vegar sá að
við viljum hafa verðmyndunina i
þessum tryggingum gagnsæja.
Bílatrygging er skylda en við vilj-
um ekki að afsláttur af henni sé
háður því að fólk kaupi aðrar trygg-
ingar. Afsláttur af einni tryggingu á
ekki að vera háður því að önnur sé
tekin og síðan þvers og kruss.“-hlh
Runólfur
Ólafsson.
Farinn og á förum
Á myndinni eru Axel Gíslason for-
stjóri, sem sagt hefur starfi sínu
iausu, og Kjartan Gunnarsson, fráfar-
andi fulltrúi Landsbanka í stjórninni.
Ný stjórn VÍS
Ný stjóm Vátryggingafélags ís-
lands hf. var kjörin á hluthafafundi
I félaginu i gær. Vegna breytts éign-
arhalds gengu fulltrúar Landsbank-
ans úr stjórn. Nýja stjórn VÍS skipa
nú Bogi Pálsson forstjóri, Eiríkur
Tómasson framkvæmdastjóri, Guð-
steinn Einarsson kaupfélagsstjóri,
Ólafur Ólafsson forstjóri, Óskar H.
Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri,
Sigurður Markússon, fyrrverandi
framkvæmdastjóri, og Þórólfur
Gíslason kaupfélagsstjóri. Á fyrsta
fundi stjómar var Þórólfur Gíslason
kjörinn stjórnarformaður og Óskar
H. Gunnarsson varaformaður. -hlh
DV-MYND POK
Gagn og gaman
Þessir krakkar í Lækjarskóla í Hafnarfirði léku á als oddi þegar 1. áfangi nýs skólahúss var vígður í gær.
Hraðskreytt herskip
Von er á mjög nýtískulegu norsku
herskipi til Eyja á sunnudagskvöld eða
mánudagsmorgun. Um er að ræða tví-
bytnu sem kemst á allt að 55 mílna
hraða. Skipið er að koma frá Banda-
ríkjunum þar sem það hefur verið í
um ár. Áætlað er að ferðin frá Reykja-
vik til Eyja taki aðeins um 3 klst. Eyja-
féttir greindu frá.
Fimmta þjóðahátíðin
Þjóðahátið Vestfirðinga, sú fimmta í
röðinni, verður haldin á Tálknafirði
helgina 4. og 5. október. Hátið þessi er
orðin kunn flestum landsmönnum. Til-
efnið var i upphafi að auka samskipti
fólks af erlendu bergi brotið, sem bú-
sett er á Vestfjörðum, og heimamanna.
Þar hefur um árabil búið fólk af tugum
þjóðema og hafa hátíðir þessar stuðlað
að auknum menningarsamskiptum við
heimamenn.
Betri afkoma
Flugleiðir gera ráð fyrir að afkoma
af farþegaflutningum félagsins í ágúst
verði mjög góð vegna betri nýtingar og
hagkvæmari samsetningar farþega-
hópsins. I ágúst minnkaði fyrirtækið
sætaframboð í millilandaflugi um 14%
og farþegum fækkaði í sama mæli. í
ágúst voru farþegar á leiðum til og frá
íslandi 65% af heildarfjölda farþega en
í ágúst í fyrra var þetta hlutfall 57%.
Suðurnesjafréttir greindu frá.
Brennisteinslykt
Talsverð brennisteinslykt fannst í
gær á Fljótsdalshéraði. Hún hefur
fúndist í Fljótsdal, á Egilsstöðum og i
Eiðaþinghá. Þá hefur verið hringt í
Veðurstofuna frá Færeyjum og til-
kynnt um brennisteinslykt. Ragnar
Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir
líklegt að lyktin berist frá Skaftár-
hlaupi. RÚV greindi frá.
Norskur togari sökk við Grænland:
14 skipverjum bjargað
- varðskipi Gæslunnar snúið við
íslenskir framleiðendur tölvuleiks að slá í gegn:
Risasamningur um dreifingu í
Bandaríkjunum og Evrópu
Norski rækjutogarinn Volstad
Viking sökk á 1.400 metra dýpi um 50
sjómílur undan austurströnd Græn-
lands klukkan 17.30 í gær. Annar
norskur rækjutogari, Sæviking, var
með skipið í togi á leið til Grænlands
er það sökk. Öllum skipverjunum, 14
talsins, var bjargað um borð í Sævík-
ing og er hann væntanlegur með
áhöfnina til íslands á sunnudag eða
mánudag.
Fulltrúar norsku útgerðarinnar og
tryggingafélags skipsins hér á landi
höfðu samband við Landhelgisgæsl-
una á fimmtudag og óskuðu eftir að-
stoð við að draga skipið til hafnar.
Lagði varðskip af stað til móts við
skipin en þegar togarinn sökk var
varðskipið komið að 200 mílna mörk-
unum og var aðstoð þá afþökkuð.
Áhöfn Volstad Viking varð vör við
það um þrjúleytið aðfaranótt
fimmtudags að lestir skipsins höföu
fyllst af sjó en þetta viröist hafa gerst
allskyndilega. Var skipið þá statt um
80 sjómílur undan austurströnd
Grænlands. Allri áhöfn togarans var
bjargað um borð í Sæviking á
fimmtudagsmorguninn. Var ætlunin
að draga togarann inn á fjörð á
Grænlandi til að dæla úr honum sjó
með aöstoö frá dælum um borð í
varðskipinu. Síðan var gert ráð fyrir
að reyna að draga togarann til hafn-
ar á íslandi.
Samkvæmt upplýsingum frá Land-
helgisgæslunnni voru fregnir af
ástæðum lekans afar óljósar og sam-
band erfitt við skipin í gær.Togarinn
er tæpir 70 metrar á lengd og er með
rúmlega 100 tonn af rækju um borð.
Auk þess munu vera um 200.000 lítr-
ar af gasolíu í eldsneytistönkum tog-
arans, auk smurolíu. -HKr.
„Þessi samningur er gríðarlega
mikilvægur fyrir okkur en mestu
erfiðleikar þeirra sem framleiða
tölvuleiki er að komast með fótinn
inn fyrir dymar hjá stórum dreif-
ingarfyrfrtækjum. Það auðveldar
eftirleikinn því samkeppnin er
gríðarleg að komast á svona samn-
ing,“ sagði Snorri Sturluson hjá
fyrirtækinu Lightspeedgames sem
hann á í félagi við Halldór Fannar
Guðjónsson og tvo Bandaríkja-
menn i Silíkondalnum í Kalifomíu.
Fyrirtæki þeirra félaga gerði ný-
verið stóran samning við stórt
dreifingarfyrirtæki um útgáfu á
leiknum Motor Siege sem er fyrir
leikatölvur af gerðinni Playstation
2 og X-Box. í samningnum felst
dreifing og markaðssetning á leikn-
um á markaði í Bandaríkjunum og
Evrópu.
Samningurinn er gríðarleg lyfti-
stöng fyrir Lightspeedgames. Þeir
sem gerst þekkja segja að samning-
ur eins og þessi geti numið á aðra
milljón Bandaríkjadala. Snorri
vildi ekki staðfesta neina tölu,
sagði allar upphæðir í samningn-
um trúnaðarmál. Hann sagðist hins
vegar mjög ánægður með samning-
inn og að hann veitti þeim félögum
byr í seglin við frekari leikjasmíð-
ar.
Fyrirtækið Lightspeedgames
stofnuðu þeir félagar í júní árið
2000 um framleiðslu á leikjum fyrir
leikjatölvur. Fyrirtækið er í Sil-
íkondalnum í Kaliforníu, um
klukkustundarakstur suður af San
Francisco. Þar starfa nú 13 manns,
þar af fjórir íslendingar. Vefslóð
fyrirtækisins er www.lightspeed-
games.com. -hlh
Blaöiö í dag
Ssifcl
Halla
Margrét
Velk af heimþrá
Trúræknin
vakti athygh
nágranna
Erlent fréttaljós
Ávísun á
frústrasjón
María Reyndal
Ragnar Ingl
Aðalsteinsson
öðruvísi
brúðarkjólar
Undir
ísfjallinu
Femin
Ferðalag um
Grænland
Eins og að
setja hundinn
í kýmar
Göng um
Vaðlaheiði
draumsýn?
Fréttaljós
Verkalýösfélag Vestfiröinga
Níu verkalýðsfélög af 15 á Vestfjörð-
um sem eiga aðild að Alþýðusambandi
Vestfjarða sameinast í dag í Verkalýðs-
félag Vestfirðinga. í hinu nýja samein-
aða félagi verða rúmlega 1.400 manns.
Af félögunum 6 sem standa utan við
sameininguna er eitt sem þegar hefur
ákveðið að ganga til samstarfs.
F-listi um allt land
Miöstjóm Frjálslynda flokksins hef-
ur sent frá sér yfirlýsingu um að flokk-
urinn muni bjóða fram í öllum kjör-
dæmum landsins við alþingiskosning-
ar að vori. Em þar með ítrekaðar fyrri
yfirlýsingar forystumanna flokksins
um framboðsmál.
Árekstur við Jánblendið
Umferðaróhapp varð við Jám-
blendiverksmiðjuna á Grundartanga
um ftögurleytið í gær. Tveir bílar
skullu þar saman, en engin slys urðu á
fólki. Bílamir era verulega skemmdir
og þurfti að draga þá af vettvangi með
kranabíl.
Til Bandaríkjanna
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, borgar-
stjóri í Reykjavík,
hélt í gær í heimsókn
til nokkurra borga í
Bandaríkjunum, m.a.
tO að kynna sér sam-
starf sveitarfélaga á
borgarsvæðum. Þá
mun Ingibjörg Sólrún kynna sér skipu-
lagsmál og samráð við íbúa í nokkrum
borgum. Þá ætlar hún að skoða mögu-
leika á auknu samstarfi Reykjavíkur
og háskólaborgarinnar Madison í
Wisconsin. Mbl. greindi frá. -HKr.