Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Side 8
8 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Utlönd DV Höfuðstöðvar Arafats rústaðar ísraelski herinn vann að því skipulega i gær að sprengja burtu byggingar í kringum höfuðstöðvar Yassers Arafats Palestínuforseta í Ramallah á Vesturbakkanum. Á meðan sat Arafat sem fastast á skrifstofu sinni, sem lýst var sem eyju í rústunum í kring. Aögerðir ísraelsmanna við aðset- ur Arafats hafa verið harðlega gagn- rýndar og segja Sameinuðu þjóðim- ar þær skemma fyrir friðarferlinu. ísraelsmenn telja sig vera að svara fyrir sig vegna tveggja sjálfs- morðsárása í vikunni. Arafat er sagður afar reiður þar sem hann sit- ur fastur inni á skrifstofu sinni um- kringdur rústum. íraksdeilan: Bush reynir að tala Rússana til George W. Bush Bandaríkjafor- seti virðist hafa orðið lítið ágengt í tilraunum sínum til að vinna stuðn- ing Rússa í íraksdeilunni. Banda- ríkjamenn róa nú að því öllum árum að afla fylgis við að knýja fram heimild Öryggisráðs Samein- ■i ■í: einkaþjálfun Kennsla hefst í FIA skólanum 12. október kl. 9.00 r / í Iþrótta- og Olympíumiöstöðinni í Laugardal Verö meö námsgögnum: gg qqq Kennsla fer fram dagana: 12, og 13 .október 9. og 10. nóvember 16. og 17. nóvember 7. og 8. desember Lokapróf veröur haldið í janúar. Vinsamlegast greiöiö staöfestingargjaldiö 25.000 kr. um leið og innritun á sér staö. Leggið inn áreikning 515-14-605933 undir PPI-FIA, nafni og heimilsfangi, annars telst skráning ekki gild. Kennslugögn má nálgast á skrifstofu Planet Pulse aö Mýrargötu 2, 101 Reykjavík. Frekari upplýsingar í síma 588 1700 á skrifstofutima. uðu þjóðanna til að gera árásir á írak, þrátt fyrir að írakar hafi sagst reiðubúnir að taka við vopnaeftirlitsmönnum á ný. Bush talaði við Vla- dimir Pútín Rússlands- forseta í síma í gær þar sem Pútin lýsti yfir vilja sínum til þess að vopna- eftirlitsmenn fari sem fyrst inn í írak. Banda- ríkjamenn vilja hins veg- ar koma í veg fyrir að vopnaeftirlitsmenn fari inn í landið án ályktunar George W. Bush Þarf að sannfæra fjög- ur ríki um ágæti íraksinnrásar. Öryggisráðsins. Auk þess hitti Bush Igor Ivanov, utanrikisráðherra Rússlands, á fundi í Washington í gær. Eftir fundinn voru Rússamir þöglir og gáfu ekki uppi þau orða- skipti sem fram fóra. Það sem stend- ur á milli Rússa og Bandaríkja- manna er einmitt hvort þörf sé á ályktun Öryggis- ráðsins nú þegar írakar hafa opnað á vopnaeftirlit. Stjómmálaskýrendur telja líklegt að Bush hafi boðið Rússum lykilhlut- verk í uppbyggingu í írak eftir stríð og aðstoð við að uppræta skæruliða í Ge- orgíu. Zhu Rongji, forsætis- ráðherra Kína, hefur ekki gefið upp afstöðu sína til mögulegrar ályktunar Ör- yggisráðsins. Verkefni Bandarikja- manna næstu daga verður að öölast stuðning hinna rikjanna fjögurra í Öryggisráðinu: Frakklands, Bret- lands, Kína og Rússlands, en öll hafa þau neitunarvald. Ef það geng- ur ekki upp hyggjast þeir fara einir inn í írak. Indversk fjölskylda Fjölskylda í fátækrahverfi viö Nýju-Delhi, höfuöborg Indlands, vinnur sig í gegnum brunarústir heimilis síns í gær. Fjögurra ára stúlka lést og fjórir slösuöust í eldsvoöa í hrörlegum kofahverfum höfuöborgarinnar í gær. Hvíta húsið: Kvartað undan Hitlersummælum Ari Fleischer, talsmaður George Bush Bandaríkjafor- seta, er æfur yfir ummælum þýska dómsmálaráðherrans Hertu Daeubler-Gmelin þar sem forsetinn er nefndur í sömu andrá og Adolf Hitler. Þetta hleypir nýju blóði í þýsku kosningabaráttuna sem lýkur á morgun. í viðtalið við svæðisfrétta- blað er haft eftir Daeubler-G- melin um stríðsham Bush forseta: „Bush vill draga at- hyglina frá vandamálum inn- anlands. Þetta er sígild taktík. Hitler notaði hana.“ „Þessi yfirlýsing dómsmálaráðherr- ans er svívirðileg og óútskýranleg," sagði Ari Fleischer. Þýski dómsmálaráðherrann gerði tilraun til að útskýra orð sín í gær og Herta ráðherra Fékk yfír sig reiöi Hvíta hússins en segist saklaus. sagði þá að þau heföu verið tekin úr samhengi. Hún hafi verið að tala um umræðu sem hafi átt sér stað innan Bandaríkjanna um að ágeng utanríkisstefna dragi athygl- ina frá innanríkismálum. Og að þessa umræðu þekki Þjóð- verjar frá dögum „Adolfs nas- ista“. • Þýska stjómarandstaðan hefur gripið mnmælin á lofti og krefst nú afsagnar ráð- ^___ herrans. Kosningabaráttan í Þýska- landi er nánast hnífjöfn, en Gerhard Schröder kanslari virðist hafa örlítið forskot á Bæjarann Edmund Stoiber. Eitt helsta kosningamálið hefur verið afstaða Þjóðverja tU fyrirhugaðrar inn- rásar Bandaríkjamanna í írak, sem al- menningur er frekar andsnúinn. Þakkar fyrir þoturnar Alexander Kwa- sniewski Póllands- forseti er hæst- ánægður með beiðni George Bush Bandaríkjaforseta til bandaríska þingsins um að veita Pólverjum vaxtalaust lán til að endurnýja her- þotuflota landsins. Hugmyndin er að skipta á gömlum sovéskum vél- um yfir í vestrænt nýjabrum. Eyðnibaráttumanni sieppt Kínverjar slepptu lausum úr fangelsi þekktum baráttumanni gegn eyðnissjúkdómnum í gær eftir þriggja vikna fangelsi. Hann hafði þá játað að hafa uppljóstrað ríkis- leýndarmálum. Indverskur mafíósi tekinn Portúgalska lögreglan hefur haft hendur í hári indversks mafiufor- ingja í höfuðborginni Lissabon. Hann er talinn viðriðinn lát um 200 manna. Mikilvægar kosningar Þingkosningar hófust í Slóvakíu í gær og munu þær hafa afgerandi áhrif á það hvort ríkið gengur í ESB og Nató eða ekki. Margir óttast að þjóðemissinninn Vladimir Meciar komist til valda og einangri landið. Stökk frá mömmu Ellefu ára drengur í Madríd, höf- uðborg Spánar, stökk út um glugg- ann á þriðju hæð á heimili sinu í gær þegar hann flýði högg móður sinnar. Strákurinn lenti á handriði og slasaðist og hefur móðirin verið handtekin. Losnar við andstæðing Silvio Berlusconi, forsætisráðherra ítal- íu og ríkasti og valda- mesti maður lansins, losnaði við einn helsta pólitiska and- stæðing sinn í gær. Þá hætti verkalýðsleiðtoginn Sergio Cofferati afskiptum af pólitík og ákvað að snúa aftur í gamla starfið sitt i dekkja- og kapalfyrirtæki. Ótti á Fílabeinsströndinni Skelfdir íbúar borgarinnar Bou- ake á FUabeinsströndinni lokuðu sig inni á heimUum sínum í gær þegar frestur uppreisnarmanna tU að gefast upp var að renna út. Ætl- unin var að senda þá í herinn. Má ekki bjóða sig fram Recep Erdogan, for- manni vinsælasta flokks Tyrklands, hef- ur verið bannað að bjóða sig fram í næstu þingkosningum af stjórnvöldum. Bannið byggir á því að Erdog- an hafi forðum hvatt tU íslamskrar múgæsingar. Aldraðir vinni lengur Ný bresk skýrsla gefur tU kynna að nauðsynlegt verði að seinka eUi- lífeyrisaldrinum tU sjötugs svo aldr- aðir eigi tU hnifs og skeiðar. Ástæð- an er lengra æviskeið. Breskt nautakjöt í lagi Matvælaeftirlit Frakklands viður- kennir að breskt nautakjöt sé al- menningi ekki lengur hættulegt. Ekki eru uppi áform um að leyfa það aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.