Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Page 18
ö H&lgcirblciö DV LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 „Víma er orðið svo neikvætt orð, það er orðið slæmt að vera í vímu, meira að segja í gleðivímu. Kannski að spennuvíma sem hel- tekur menn á knattspyrnuleikjum geti haft hættu í för með sér.“ Erfitt að vera Megas „Ég man þegar fyrsta platan kom út, þá fékk hún afleita dóma,“ segir Megas þegar hann rifjar upp viðbrögðin við fyrstu plötunni. „Sú næsta fékk bara nokkuð solid dóma. En í dag segja gagnrýnendur bara um plöturnar mínar „skotheldir textar eins og venjulega“ sem hefur enga þýðingu, alla vega ekki fyrir mig. Frekar vildi ég að menn segðu eitthvað neikvætt og meintu það. Þá myndi ég alla vega vita að þaö væri lifandi maður sem sæti við ritvélina," segir Megas og glottir. Hann er búinn að koma sér þægilega fyrir í sófan- um í stofunni. Það eru gömul tímarit úti um allt og veggirnir þaktir kassettum og geisladiskum. Ég renni augunum lauslega yfir safnið og þarna eru hetjurnar hans, Dylan og Elvis. „Ég hlustaði auðvit- að á rokkið þegar Presley var í sína finasta formi,“ segir Megas og kveikir sér í sígarettu. „Þegar hann fór í herinn missti ég áhuga á því,“ heldur hann áfram. „Þá kom bara þetta böbbelgömpopp sem ég var lítt hrifinn af. Áhuginn kemur svo aftur þegar Bítlarnir, Stones og Kinks komu. Síðan kom auðvit- aö Dylan og ég man að ég trúði þvi ekki að þessi maður gæti samið svona texta. Ég hafði séð ein- hverja pöblisití mynd af honum þar sem hann var meikaður og með brilljantín í hárinu. Ekki gat ég ímyndað mér að þessi maður gæti samið svona snjalla texta. En hann gerði það og ég áttaði mig á því aö menn geta verið hálfgert vörumerki en samt samið fina tónlist og texta. ímyndin skiptir engu máli.“ Ég var nýbúinn að lesa að maðurinn væri kerfis- bundið snyrtimenni og hins vegar subba. En þótt allt virðist vera á rúi og stúi heima hjá honum virð- ist vera regla á hlutunum. „Það er alveg rétt,“ segir hann þegar ég spyr hann hvort það sé virkilega ekk- ert til i þessari lýsingu. „Jú, jú,“ svarar hann. „Menn geta verið bæði, það er aö segja kerfisbundn- ir sóðar, eða þannig." „En það má sossum alveg vera offisíalt," segir Me- gas og talar eins og hann ætli að fara að viðurkenna eitthvert ógurlegt leyndarmál. „Ég hef mjög gaman af þvi að safna gömlum tímaritum og mér finnst það skrýtið hvað íslendingar eru fljótir að henda hlut- ... — iilifli um, það vill enginn eiga þessi glossí tímarit þegar þau eru orðin nokkurra mánaða gömul, ekki nema þá til að leysa krossgáturnar." Þurfti ekki að hafa fyrir hugmyndinni 1 haust verða plötur Megasar gefnar út aftur, þrjár í einu. Þegar eru komnar út Megas (1972), Millilending (1975) og Loftmynd (1987). Alls koma út tíu plötur og þetta er engin venjuleg endurútgáfa. Allt er þaulhugsað eins og það á að vera. Megas seg- ir sjálfur að það sé kominn svona „arkæv-bragur“ á plöturnar og það er líklegast rétt. Maður getur kom- ið sér fyrir þægilega í hægindastólnum, hlustað á plöturnar og pælt í textunum og síðan skemmt sér við að lesa hugleiðingarnar eftir óþekktan höfund. Mig grunar að þarna sé listamáðurinn sjálfur á ferð að analísera plöturnar sínar. Um fyrstu plötuna seg- ir orðrétt: „Útgáfan var (a) félagslegt átak sem leitt var til lykta með (b) einstaklingsframtaki.“ Ein- hvern veginn lyktar þetta eins og Megas. Hann er í sinum eigin flokki. „Hugmyndin varð til án þess að ég þyrfti að hafa mikið fyrir því,“ svarar Megas þegar ég spyr hann hvernig þessi endurútgáfa hafi komið til. „Þegar ég samdi við Jón Ólafs á sínum tíma virtist andinn vera þannig að þessar endurútgáfur yrðu sem best- ar. Þegar við tókum upp þessar plötur, t.d. í bleik- um náttkjólum, þá tókum við upp miklu meira efni en síðan kom út. Vínyllinn var þannig að það gátu bara vera fjörutíu mínútur af tónlist á honum og síðan var það lenska á íslandi að geisladiskar máttu bara vera fjörutíu mínútur. Steinari Berg fannst allt umfram þann tíma vera aukaefni. Ekki kom til greina að gefa út tvöföld albúm á þessum tíma þannig að það voru bara köttuð af lög og ótal milli- spil. Hver plata sem ég gerði spannar heilt ár þannig að það er ansi mikið sem þarf að skoða til að þær gefi þá mynd sem ég vil gefa. Þegar plöturnar voru síðan diskvæddar fyrir nokkrum árum var þessum aukalögum ekkert sinnt. Editorinn yfir þessum útgáfum hlustaði ekki einu sinni á þennan óköttaða master. Umbúðirnar voru síðan bara skannaðar inn og það var ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.