Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Page 31
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMDER 2002 Helcjo rblaö H>"V 3 I Ridsdale fer hvergi Hinn umdeildi stjórnarfor- maður Leeds Utd., Peter Rids- dale, er ekki á förum frá félag- inu en hann var í gær endur- kjörinn stjórnarformaður félags- ins með miklum meirihluta, 96,7% atkvæða. Ridsdale til- kynnti á fundinum að allir kraftar hans færu í að vinna fyr- ir Leeds í framtíðinni og því hef- ur hann sagt stöðu sinni hjá enska knattspyrnusambandinu lausu. Stuðningsmenn Leeds eru fjarri því að vera ánægðir með gengi Leeds á þessari leik- tíð. Þeir vilja meina að hluti vandamálsins sé Ridsdale og að hans tími sé liðinn en það er nú ljóst að hann fer hvergi á næst- unni. Les á lausu Glenn Hoddle, stjóri Totten- ham, segist ekki ætla að standa í vegi fyrir þvi að framherjinn Les Ferdinand fari frá félaginu. Ferdinand gagnrýndi Hoddle harkalega á heimasíðu sinni eft- ir aö Hoddle hafnaði lánstilboði frá Wolves í Ferdinand. Þau hafa veriö fá tækifærin sem hinn 35 ára gamli Ferdinand hefur fengið í ár og koma Robbie Keane til félagsins hefur orðið þess valdandi að Ferdin- and á ekki öruggt sæti í liðinu lengur. Hoddle segist vera bú- inn að ræða málin við Ferdin- and og að honum sé velkomið að fara frá félaginu er leikmanna- markaðurinn verður opnaður á ný í janúar. Sukur til Blackbum Tyrkneski framherjinn Hakan Sukur mun fá samningstilboð frá enska úrvalsdeildarfélaginu Blackburn Rovers um helgina. Sukur hefur verið samningslaus síðan í sumar er hann yfirgaf herbúðir ítalska félagsins Parma. Þessi magnaði fram- herji, sem meðal annars hefur leikið á Ítalíu, fær samning út þessa leiktíð og ef honum líkar vistin sem og að hann stendur sig á hann möguleika á að fá nýjan samning næsta sumar. Sóknarleikur Blackbum hefur ekki verið mjög öflugur í vetur og þeir félagar Andy Cole og Dwight Yorke hafa til að mynda aðeins skorað fimm mörk til samans. ítalinn Corrado Grabbi hefur litlu bætt við þann marka- fjölda. Ravanelli græðir Silfurrefurinn Fabrizio Ravanelli fær væntanlega væna útborgun frá Derby County svo þeir geti losað hann af launa- skrá félagsins. Derby á í mikl- um fjárhagskröggum og hefur ekki efni á Ravanelli sem er með rúmar 5 milljónir í vikulaun. Þar að auki er Ravanelli meidd- ur og er ekki búist við honum á ný fyrr en í apríl. Því finnst for- ráöamönnum Derby gáfulegra að greiða honum væna summu fyrir að fara frá félaginu. -HBG Nýr og betri maður Roy Keane, fyrirliði Manchester United, segist vera búinn að læra af reynslunni og hann muni mæta til leiks á nýju ári í betra formi, sterkari og gáfaöri. Keane hefur ekkert leikið síðan í byrjun sept- ember er hann gekkst undir aðgerð á mjöðm en hans er vænst í lið United á ný í janúar. Fjarvera hans á knattspyrnuvellinum hefur þó ekki komið í veg fyrir að hann hafi komist á forsíður bresku blað- anna. Ævisaga hans ásamt mynd- bandi, sem komu út nýlega, hafa valdið miklu fjaðrafoki á Bret- landseyjum vegna ummæla sem þar koma fram og ættu að vera flestum kunn. Keane segist þroskast i hvert skipti sem hann meiðist og fyrir vikið mæti hann heilsteyptari til leiks á ný. Hvort honum tekst að standa við þessi orð á eftir að koma í ljós en í síð- asta leik sínum fyrir uppskurðinn var hann sendur í bað með rautt spjald. -HBG Roy Keane hefur oftar en ekki látið skapið hlaupa ineð sig í gönur á knattspyrnuvellinum en hann segist vera að róast. Reuter Notalegt heimili... Falleg gjafavara... -3 Gjafavara, sófar, skápar, hillur, kommóður, borðstofuhúsgögn, stólar, útiarnar og fleira

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.