Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2002, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMDER 2002 Helcjo rblaö H>"V 3 I Ridsdale fer hvergi Hinn umdeildi stjórnarfor- maður Leeds Utd., Peter Rids- dale, er ekki á förum frá félag- inu en hann var í gær endur- kjörinn stjórnarformaður félags- ins með miklum meirihluta, 96,7% atkvæða. Ridsdale til- kynnti á fundinum að allir kraftar hans færu í að vinna fyr- ir Leeds í framtíðinni og því hef- ur hann sagt stöðu sinni hjá enska knattspyrnusambandinu lausu. Stuðningsmenn Leeds eru fjarri því að vera ánægðir með gengi Leeds á þessari leik- tíð. Þeir vilja meina að hluti vandamálsins sé Ridsdale og að hans tími sé liðinn en það er nú ljóst að hann fer hvergi á næst- unni. Les á lausu Glenn Hoddle, stjóri Totten- ham, segist ekki ætla að standa í vegi fyrir þvi að framherjinn Les Ferdinand fari frá félaginu. Ferdinand gagnrýndi Hoddle harkalega á heimasíðu sinni eft- ir aö Hoddle hafnaði lánstilboði frá Wolves í Ferdinand. Þau hafa veriö fá tækifærin sem hinn 35 ára gamli Ferdinand hefur fengið í ár og koma Robbie Keane til félagsins hefur orðið þess valdandi að Ferdin- and á ekki öruggt sæti í liðinu lengur. Hoddle segist vera bú- inn að ræða málin við Ferdin- and og að honum sé velkomið að fara frá félaginu er leikmanna- markaðurinn verður opnaður á ný í janúar. Sukur til Blackbum Tyrkneski framherjinn Hakan Sukur mun fá samningstilboð frá enska úrvalsdeildarfélaginu Blackburn Rovers um helgina. Sukur hefur verið samningslaus síðan í sumar er hann yfirgaf herbúðir ítalska félagsins Parma. Þessi magnaði fram- herji, sem meðal annars hefur leikið á Ítalíu, fær samning út þessa leiktíð og ef honum líkar vistin sem og að hann stendur sig á hann möguleika á að fá nýjan samning næsta sumar. Sóknarleikur Blackbum hefur ekki verið mjög öflugur í vetur og þeir félagar Andy Cole og Dwight Yorke hafa til að mynda aðeins skorað fimm mörk til samans. ítalinn Corrado Grabbi hefur litlu bætt við þann marka- fjölda. Ravanelli græðir Silfurrefurinn Fabrizio Ravanelli fær væntanlega væna útborgun frá Derby County svo þeir geti losað hann af launa- skrá félagsins. Derby á í mikl- um fjárhagskröggum og hefur ekki efni á Ravanelli sem er með rúmar 5 milljónir í vikulaun. Þar að auki er Ravanelli meidd- ur og er ekki búist við honum á ný fyrr en í apríl. Því finnst for- ráöamönnum Derby gáfulegra að greiða honum væna summu fyrir að fara frá félaginu. -HBG Nýr og betri maður Roy Keane, fyrirliði Manchester United, segist vera búinn að læra af reynslunni og hann muni mæta til leiks á nýju ári í betra formi, sterkari og gáfaöri. Keane hefur ekkert leikið síðan í byrjun sept- ember er hann gekkst undir aðgerð á mjöðm en hans er vænst í lið United á ný í janúar. Fjarvera hans á knattspyrnuvellinum hefur þó ekki komið í veg fyrir að hann hafi komist á forsíður bresku blað- anna. Ævisaga hans ásamt mynd- bandi, sem komu út nýlega, hafa valdið miklu fjaðrafoki á Bret- landseyjum vegna ummæla sem þar koma fram og ættu að vera flestum kunn. Keane segist þroskast i hvert skipti sem hann meiðist og fyrir vikið mæti hann heilsteyptari til leiks á ný. Hvort honum tekst að standa við þessi orð á eftir að koma í ljós en í síð- asta leik sínum fyrir uppskurðinn var hann sendur í bað með rautt spjald. -HBG Roy Keane hefur oftar en ekki látið skapið hlaupa ineð sig í gönur á knattspyrnuvellinum en hann segist vera að róast. Reuter Notalegt heimili... Falleg gjafavara... -3 Gjafavara, sófar, skápar, hillur, kommóður, borðstofuhúsgögn, stólar, útiarnar og fleira
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.