Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 2
58
stjóm Dana stóð sem klettur gegn öllum umbótum á því
sviði, og í hitanum um stjórnarskrárdeiluna hurfu innan-
landsmálin að verulegu leyti í skuggann á vettvangi lands-
málanna. Umbætur og framfarir í efnahags- og menningar-
málum þjóðarinnar urðu því næsta hægfara. Bar þar margt
til. Fjármagn var lítið, og spart haldið á því litla fé, sem
til var. Þjóðin þoldi ekki miklar álögur, og rótgróin andúð
ríkti á því, að auka útgjöld til opinberra þarfa. Ráðgjafinn
danski, sem með íslandsmál fór, var næsta skilningslítill
á þarfir íslendinga, og forystumenn þjóðarinnar margir
hverjir voru bundnir á klafa aldagamals vana og eygðu
ekki möguleika til úrbóta eða breytinga, og jafnvel fannst
sumum hið gamla harla gott. Ofan á allt þetta bættust
svo óvenjuleg harðindi um nær heilan tug ára, eða frá
1880-1888. Vonleysi greip þjóðina, og menn þyrptust til
Vesturheims, svo að þær ferðir gleyptu ekki einungis alla
fólksfjölgunina, heldur fækkaði þjóðinni raunverulega um
nokkurra ára skeið.
Ýmsir ágætismenn sáu þó, að við svo búið mátti ekki leng-
ur standa. Þeim var ljóst, að vér yrðum að snúa oss af meira
kappi en áður að umbótum innanlands, eflingu atvinnu-
veganna og aukinni menntun þjóðarinnar, hvað sem liði
deilunum við Dani. Einn þeirra manna, sem mikið gætti
síðari hluta þessa tímabils og ef til vill hefur haft einna
gieggstan skilning á hvar skórinn kreppti mest, var Páll
Briem amtmaður, en hann kemur fram á opinberan vett-
vang þjóðmálanna í lok harðindakaflans mikla, þegar Ame-
ríkuferðimar voru í algleymingi og deilan við Dani mátti
kalla komin í sjálfheldu.
Páll Jakob Briem var fæddur að Espihóli í Eyjafirði. 19.
okt. 1856. Var hann sonur Eggerts sýslumanns Briem og
konu hans Ingibjargar Eiríksdóttur. Ólst hann upp með
foreldrum sínum á Espihóli og síðar í Skagafirði, að Viðvík,