Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 4

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 4
60 vangi íslenzkra þjóðmála. Lídll vafi er á, að hinn mikli áhugi Páls síðar á landbúnaðar- og menntamálum á veru- lega rót sína að rekja til æskuheimilis hans, sem alkunn- ugt var sem menningar- og framfaraheimili, eins og þau þekktust þá bezt á landi voru. Páll fór í skóla 1873, lauk stúdentsprófi 1878 og embættis- prófi í lögum við Kaupmannahafnarháskóla 1884. Næstu tvö árin var hann á lausum kili. Var hann þá skrifstofu- stjóri Alþingis 1855, en fékk þá styrk nokkurn til þess að kynna sér íslenzka löggjöf að fornu og nýju. Dvaldist hann því í Kaupmannahöfn við þær rannsóknir, en ritaði jafn- framt nokkuð, m. a. ritgerð um Grágás og þýddi fyrsta heftið af Dýravininum. Árið 1886 varð Páll sýslumaður í Dalasýslu, en lét af því embætti 1897 og gerðist þá málflutningsmaður við Landsyfirréttinn í Reykjavík til 1890, er hann var skipaður sýslumaður Rangæinga, en þar sat hann til 1894. Reyndist hann þegar röggsamt yfirvald, enda átti hann erilssamt í sýslumannsembættinu. Allmikil óöld um þjófnað og grip- deildir hafði þá haldizt lengi í einni sveit þar syðra, en honum tókst að hnekkja þeim ófögnuði. Einnig lét hann sér annt um atvinnumál sýslunnar. Bjó hann myndarbúi í Árbæ, og lét sér umhugað um hverskonar framkvæmdir í búnaði. Jafnframt hafði hann forgöngu um að bæta verzlun i héraðinu með stofnun kaupfélags, sem hafði aðsetur sitt á Stokkseyri. Markar sú félagsstofnun stórt spor í félags- mála- og verzlunarsögu Sunnlendinga. Árið 1894 var Páll Briem skipaður amtmaður í Norður- og Austuramtinu, og gegndi hann því embætti, unz það var niður lagt 1904. Sat hann þessi ár á Akureyri. Þegar hann lét af því embætti, var hann skipaður 3. forstjóri íslandsbanka, og skyldi hann vera lögfræðilegur ráðunautur bankans. En ekki naut hans þar lengi við, því að hann and- aðist 17. des. 1904.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.