Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Blaðsíða 8

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Blaðsíða 8
64 sér mjög fyrir búnaðarmálefnum. Jafnskjótt og hann kom til Norðurlandsins gerðist hann athafnasamur um að efla landbúnað í ömtum sínum. Eitthvert mesta hitamálið á þeim vettvangi var útrýming fjárkláðans. Hafði kláði gert allmikið vart við sig norðanlands þá um skeið, en menn vildu ekki trúa því, að um slíkan vágest væri að ræða, og vildu því ekki hlíta fyrirskipunum þeim, er amtmaður gaf. Hófust af því deilur miklar, bæði á mannfundum og f blöðum. Svo fór þó að lokum, að amtmaður bar þar fullan sigur úr býtum. Hann rannsakaði málið til hlítar, og kynnti sér reynslu annarra þjóða. Að hans ráðum var norskur mað- ur fenginn, til að hafa á hendi framkvæmd kláðalækninga, og lög sett á Alþingi um það 1903. Tókst svo giftusamlega til með þessar ráðstafanir, að fjársýki þessari var að mestu útrýmt úr landinu á næstu árum, þótt Páli Briem auðnað- ist ekki að sjá fullan ávöxt verka sinna. Búnaðarskólanum á Hólum var tekið mjög að hnigna um þessar mundir. Lá við sjálft, að hann yrði lagður niður um skeið. Páll Briem kom því til leiðar, að skólinn var settur undir umsjá amtsráðsins 1899, og gaf það honum beint tilefni til að hlutast til um starfsemi hans og fyrir- komulag. Var svo myndarlega á þeim málum tekið, að skólinn var endurskipulagður og réttur svo við, að hann hefur búið að þeirri gerð til þessa dags, og átti enginn þar jafnan hlut að og Páll Briem. Eigi var þó minnst um vert í því sambandi, að hann átti mestan þátt í að hvetja og styrkja Sigurð Sigurðsson frá Draflastöðum til náms, svo að hann fékk búið sig undir að taka við skólastjóm á hinum endur- reista Hólaskóla og jafnframt tekið við því forystustarfi, íslenzks landbúnaðar, sem svo giftudrjúgt reyndist. Var það jafnan eitt af einkennum Páls Briem, að hann var glögg- skyggn á, hvað í ungum mönnum bjó, og manna fúsastur til að styrkja með ráðum og dáðum þá menn, er hann vænti sér einhverra afreka af. Má í því sambandi minna á,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.