Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 12

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 12
68 var það sem koma skyldi, enda þótt sumt hefði vafalaust valdið honum vonbrigðum, ef hann hefði lifað. En allt um breytta hagi má enn margt af grein þessari læra, og vér hljótum að undrast af hve mikilli framsýni og dirfsku hún er skrifuð. Hinsvegar mun það rétt athugað hjá dr. Þorkeli Jóhannessyni, að eggjunarorð Páls Briem: „Meiri skattar — meiri framfarir,“ hafi átt drýgstan þáttinn í að fella hann frá þingmennsku, er hann bauð sig fram í Húna- vatnssýslu 1901 og 1902. Annars sagði mér mætur Húnvetn- ingur, er mundi þá atburði, að þar hefði einnig ráðið nokkru um sá bændametnaður „að fella amtmanninn“, án tillits til skoðana hans eða hæfileika, heldur einungis af því að hann var embættismaður. Þess er áður getið, að Páll Briem naut nokkurs styrks til framhaldsnáms í lögum. Varð hann flestum mönnum lærðari um íslenzka löggjöf fyrr og síðar, enda gæddur gáfum vísindamannsins. Bera ritgerðir hans þess Ijóst vitni, einkum hinar stærri þeirra í Lögfræðingi, að þær eru unnar af nákvæmi og alúð vísindamannsins. Framsetning er ljós, enda eru þær skrifaðar með það fyrir augum, að almenn- ingur fái eigi síður haft þeirra gagn en hinir skriftlærðu. Þegar umræða hófst um stofnun lagaskóla hér á landi, höfðu menn augastað á Páli Briem sem forstöðumanni hans, og loks er stofnun skólans var ráðin, „var það opin- bert leyndarmál, að nýja stjórnin ætlaði honum forstöðu skólans“, segir Klemenz Jónsson. Páll Briem féll frá ungur að aldri, aðeins 48 ára gamall. Margir eiga þá ólokið mestu af störfum sínum. Fyrir þessa sök auðnaðist honum ekki að komast inn í fyrirheitna land- ið. Hugsjónamál hans og baráttumál áttu mörg enn langt í land að rætast, en furðu gegnir þó, hve margt af því, sem hann berst fyrir, hefur orðið að veruleika, enda þótt þáttur hans hafi gleymst oftar en skyldi. Áhrif hans hafa því orðið furðu drjúg í þjóðfélaginu. Má ekki sízt rekja það

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.