Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 16

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 16
72 Þá vildi Páll fara að tala um ættir við mig, en ég var þá stuttur í ættfræðinni. En þá segir Páll: „Ef þú sækir um Hólaskóla, þá hef ég ráð á styrk, 140 krónum — 70 krónur hvert árið —, og það skaltu fá, en hingað til mín áttu að sækja um skólann og styrkinn.“ Þá segi ég, að ég þurfi að tala um þetta við mitt heima- fólk. „Sjálfsagt,“ segir hann. Þetta var í aprílmánuði, og átti ég að láta umsóknina vera komna fyrir apríllok, bæði um skólavistina og styrk- inn. Þegar þessu samtali okkar lauk um þetta efni, fer hann að tala við mig um búskap í Þingeyjarsýslu, hvort menn hafi hey, hvort féð sé hraust, og hvert menn færi frá öllum ám. Ennfremur talaði hann um jarðabætur, hvort það sé ekki á flestum bæjum rist eitthvað ofan af þúfurn og sléttað í túni. Ég reyndi að svara öllum þeim spurn- ingum eins og ég gat. Síðan kvaddi ég, og hann áminnti mig á ný, um að taka svarið við bréfinu klukkan 4. Þegar ég kom út, fór ég að hugsa um það, að gott væri að hitta embættismann með þannig hugsanir. Hann hittir þarna ungling, sem hann hafði aldrei séð áður, og fer að hugsa og tala um framtíð hans. Þessu hef ég aldrei gleymt. Klukkan 4 um daginn sótti ég bréfið. Þá var það til, en þá voru tveir menn inni hjá amtmanni, svo að við töluð- umst lítið við. „Þetta bíður allt saman, eins og við töluð- um um í morgun,“ sagði hann um leið og hann kvaddi mig. Ég tók í hönd honum og þakkaði honum fyrir mig. Síðan sótti ég um skólann og styrk þann, er Páll lofaði mér. Svar kom aftur um hæl, að mér væri veitt skólavist og styrkurinn. Þetta sama vor var skólabúið á Hólum leigt Flóvent Jóhannssyni, sem þá var búsettur á Akureyri. Ég var svo ráðinn hjá honum um vorið og sumarið fyrir milligöngu Páls amtmann, því að Flóvent bað hann að útvega sér skóla-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.