Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Qupperneq 22
78
lokast aftur í fyrstu snjóum á haustin. Má öllum vera ljóst,
að þetta vegarsamband er gersamlega ófullnægjandi fyrir
Vopnafjörð.
Á vegalögum mun gert ráð fyrir vegi frá Þórshöfn um
Bakkafjörð, Vopnafjörð og Hellisheiði á Jökulsárhlíðarveg.
I skrá yfir vegina, sem er saman tekin af stjórn vegamála
árið 1955, er eigi talið bílfært lengra til austurs frá Vopna-
firði heldur en að Vindfelli, en þaðan munu um 15 km að
Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, ef farin er venjuleg Hellis-
heiðarleið um Dalland og Ufs.1) Á þeirri leið mundi vegur-
inn komast upp yfir 600 m hæð á stuttum kafla, en lækkar
mjög skjótt á báða vegu niður fyrir 500 m. Einnig getur
sjálfsagt til mála komið að leggja veginn út fyrir Búr og
suður úr Fagradal. Hvort einhver vandkvæði eru á því að
fara þá leið, veit ég ekki, en það mundi lengja leiðina um
þrjá kílómetra. Líklega færi vegurinn þá aldrei mikið yfir
400 m hæð.
Þessi vegarspotti, sem ekki virðist mikið þrekvirki, mundi
stytta leiðina milli Vopnafjarðar og Egilsstaða um meira en
helming. Leið þessi yrði fær, eða auðvelt að halda henni ak-
færri, mikinn meiri hluta ársins í hverju meðalárferði, og
hún mundi tengja og tryggja á nýjan leik þau samskipti og
viðskiptatengsl, sem nú um hríð hafa tognað mjög og slitn-
að, á milli meginhluta Austurlands og hreppanna tveggja
norðan Smjörvatnsheiðar.
í hreppum þessum eru um 900 manns, og ætti varla að
þurfa að kvíða því, að þeim verði skotaskuld úr því að knýja
fram þessa vegagerð hið allra fyrsta, svo framarlega sem þeim
er Ijós þýðing hennar. Til þess ættu þeir einnig að fá stuðn-
ing byggðanna sunnan Smjörvatnsheiðar, því þeim er það
1) Vegurinn mun nú kominn að Dallandi, og hefur veglausa bilið
því stytzt í 11 km.