Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Side 24

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Side 24
80 starf, gefist upp og flytji brott, eða á þjóðfélagið að hlaupa hér undir bagga og bjarga byggðinni frá eyðingu? Þeir menn eru víst til, sem munu hiklaust telja, að engu máli skipti þótt Loðmundarfjörður færi í eyði og að það sé miklu hagkvæmara fyrir þjóðfélagið að reisa þeim, sem enn búa þar, nýbýli í meira þéttbýli og við betri aðstöðu og þægindi, heldur en að verja nokkru fé til þess að bjarga verðmætum og rjúfa einangrun þessarar byggðar. Þessir menn hafa áreiðanlega rangt fyrir sér. Þótt eigi séu nú nema fjögur býli eftir í byggð í Loð- mundarfirði, mundi með núgildandi verðlagi kosta eigi minna en tvær millj. kr. að reisa þau annars staðar, og er þó vafamál, að til jafns yrði búið, því auk þess, sem þessum býlum fylgja allmiklar byggingar, ræktun og land gott, þá fylgja sumum þeirra hlunnindi, svo sem veiði, reki, eggja- og dúntekja o. fl. Þá er á þeim jörðum sumum, sem nýskeð eru komnar í eyði, ennþá nokkur aðstaða til búrekstrar, svo sem ræktun og byggingar. Engin vandkvæði virðast á því að reka landbúnað í Loðmundarfirði önnur en einangr- unin. Nú er það svo, að varla mundi kosta meira að koma á góðu vegasambandi við Loðmundarfjörð heldur en nemur þeim verðmætum, er yrði að yfirgefa, ef fjörðurinn fer í eyði, og þó líklega minna. Vegalengd úr Loðmundarfirði að Brimnesi við Seyðisfjörð, með sjó, er aðeins 12 km, og virðast engin sérstök vandræði á því að gera veg þessa leið með nútíma tækjum og tækni. Kann að vera, að á örstutt- um kafla verði að sprengja veginn í berg, en varla getur það valdið teljandi erfiðleikum eða verið meira heldur en orðið hefur að gera á nokkrum öðrum stöðum hér á landi. Akfært er frá Brimnesi til Seyðisfjarðar. Sá vegur er að vísu eigi góður en er þegar í þjóðvegatölu, og mun vera nú þegar unnið að endurbótum á honum. Öll er vegalengdin úr Loðmundarfirði og inn á Fjarðaröldu um 25 km.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.