Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Side 27

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Side 27
83 fékk Loðmundarfjörður engar samgöngubætur. Stórt byggð- arlag, með fjölbreyttan rekstur og sæmilegar samgöngur á sjó, getur þolað slíka afskiptingu um stundarsakir, en lítil byggð, með einhliða atvinnurekstur ekki. Hér er um jafn- vægisröskun að ræða, sem orðið hefur vegna opinberra að- gerða og sem þjóðfélaginu er skylt úr að bæta. Þetta er sann- girniskrafa, er þolir enga bið. Þess má geta, að auk Loðmundarfjarðar hefur Mjóafjörð- ur engin vegartengsl við aðrar byggðir, en Mjóafjörður var fólksfleiri byggð heldur en Loðmundarfjörður, styðst veru- lega við sjávarútveg, hefur fastar samgöngur á sjó og loks er á vegalögum ákveðinn vegur af Fagradalsvegi, um Slenju- dal og Mjóafjarðarheiði, síðan út með firði að norðan, allt að Dalatanga, og mun þegar hafa verið unnið talsvert í þess- um vegi milli Brekkuþorps og Dalatanga. Leið þeirri, er þessi vegur á að liggja um, er ég með öllu ók'unnugur. Hún virðist vera um 17 km, af Fagradalsvegi og að Firði, en um 42 km að Dalatanga. Frá Egilsstöðum að Dalatanga verða þá um 53 km, og er það um tveimur km lengra heldur en vegur frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði um Seyðisfjörð að Egilsstöðum. Um Hraundal er vegalengdin frá Stakkahlíð til Egilsstaða um 42 km. Allt ber þetta að sama brunni. Egilsstaðir eru og verða sjálfkjörin miðstöð Austurlands, samgönguleg, viðskiptaleg og menningarleg, svo að á betra verður ekki kosið. 6*

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.