Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 28

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 28
Rögnvaldur Gíslason: Nýbýlingar — frumbýlingar. Erindi það, sem hér fer á eftir, var flutt á bændafundi á Sauðár- króki sl. vetur af Rögnvaldi Gíslasyni, Djúpadal. — Þar sem ég tel mál þetta eiga erindi til fleiri en þeirra, sem sátu áðurnefndan fund, ósk- aði ég eftir þvi við flutningsmann, að hann birti það á prenti. Hefur hann nú góðfúslega látið mig hafa það til birtingár. — Egill Bjarnason. Það bar til, ekki fyrir mjög löngu síðan, að ég var samferða bónda einum, *ungum efnismanni, alllanga leið. Sá hafði nýlega ráðist í það stórvirki, að reisa sér nýbýli. Tókum við tal saman, og snérist spjall okkar mjög um búskap hans og ástæður allar. Bar margt á góma, en tíðræddast varð honum um erfiðleika þá, sem frumbýlingar ættu við að stríða. Duldist mér ekki, að hvarflað hafði það, að hin- um unga dugnaðarmanni að farga búi og freista þess, að afla sér lífsviðurværis á auðveldari hátt, þar sem minna væri stritið, en meira í aðra hönd. Þótti mér raunar sem hann málaði ástandið nokkuð dökkum litum, en vil þó ekki um dæma. Tel ég mig naumast hafa kunnugleika á efnum og ástæðum hinna byrjandi bænda, yfirleitt, svo að ég sé þar dómbær um. Að vísu má ég sjálfur frumbýl- ingur kallast, þó að við aðrar og mun betri aðstæður sé, en margur verður að hlíta, er stofnar til heimilis og bú- reksturs í sveit. En ég hef þó, að nokkru, kynnst þeim byrjunarerfiðleikum, sem hverjum og einum hljóta að mæta, sem við búskap fæst nægilega til þess að skynja, hvar skór- inn kreppir að.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.