Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 30

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 30
86 að standa í skilum síðar meir. En ég er ungur og trúi á möguleikana til að afla mér lífsframfæris úr skauti jarðar. Já, ég er jafnvel svo stöndugur fjárhagslega, að ég á sjóð nokkurn til bústofnskaupa. Reyndar hrekkur hann hvergi nærri fyrir þeim stofni, sem ég er nauðbeygður til að afla mér þegar í upphafi, til þess að geta lifað af, og lagt eitt- hvað af mörkum til þeirra framkvæmda, sem óhjákvæmi- lega verða að koma hið fyrsta. Ég reikna með því að fá einhverskonar lán til bústofns- kaupanna í lánsstofnunum. En hér verða fyrir mér fyrstu verulegu erfiðleikarnir. Allar dyr lokaðar. Mér er reyndar tjáð, að til séu lög um bústofnslán til frumbýlinga. En sökum fjárskorts hafi þau reynst pappírsgagn eitt, og aldrei komið til framkvæmda. Trúlega einn af þessum lagabálk- um, sem blöðin deila um, hverjum þakka beri. Nú, jæja, ég klóra mig einhvernveginn fram úr þessu, slæ sterka kunningja og skeyti engu um komandi skuldadaga. En svo þarf ég að byggja. íbúðarhús fyrst og fremst, og bless- aðar skepnurnar þurfa þak yfir höfuðið. Segjum nú samt að einhverjir húsagarmar séu á kotinu fyrir skepnurnar. Ég get ef til vill notast við fjárhúsin í nokkur ár, með því að troða ríkulega í gáttir og göt að haustinu, en fjósið er komið að falli, og hending má það heita, ef hlöðugarmur hefur fylgt með í kaupunum. Svo er það gremjulegt, að horfa dag hvern upp á nágrannana, þá sem standa á göml- um merg, aka dráttarvélinni sinni eða jeppanum, með tilheyrandi tækjum, og geta tæplega gert sér vonir um að eignast slík tæki næstu árin. Nei, ef ég reyni að gera, þó ekki sé nema það allra nauðsynlegasta næstu árin, hlýtur það að verða til þess, að ég má endalaust taka lán á lán ofan, jafnvel lán til að borga aíborganir af lánum. Slíkt hefur hent nýbýlinga, og hvenær má ég vænta þess að geta spyrnt við fótum með skuldasöfnunina? Stritið hræðist ég ekki, það er hið óhjákvæmilega strit, sem hverjum og ein-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.