Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Side 31

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Side 31
87 um hlýtur að mæta, sem byrjar búskap við venjulegar kringumstæður, en ég vil að minnsta kosti sjá bjarma fyrir nýjum degi, í fjárhagslegum efnum.“ Eitthvað á þessa leið mæltist honum kunningja mínum. Mér fannst hann vera framúrskarandi svartsýnn. Og mér komu í hug orð, sem mektarbóndi lét falla á einum af þessum bændafundum hér í fyrravetur: „Ég vil ekki hvetja neinn ungan mann, til að stunda búskap nú til dags. Ég mundi ráðleggja honum að stunda fremur, hvaða störf önnur, sem þjóðfélagið hefur uppá að bjóða.“ Mér fannst þá þessi orð fjarstæðukennd og naumast um- hugsunarverð. En ræðan hans vinar míns ýtti verulega við mér. Er útlit og framtíðarhorfur þeirra, sem byrja búskap við hinar lakari aðstæður, svona ískyggilegt, að ekkert sé framundan, sjáanlegt á næstu árum, annað en skuldir á skuldir ofan og endalaust strit? Og ef svo er, og jafnvel þó skárra sé, er þá ekki úrbóta þörf og þeirra verulegra? Hefur þjóðfélagið efni á því, að láta þá, sem dug hafa til þess að reisa sér nýbýli eða hressa við niðurnýddar jarðir, koðna niður í feni strits og skulda. Ég held ekki. Nú mætti auðvitað spyrja, hvort raunverulega sé rétt að fjölga býlum í landinu. Ýmsir eru þeir, sem telja það ekki einasta þarfleysu heldur regin-vitleysu. Eru þau rök gjarnast færð íyrir þessu, að nú þegar sé markaðurinn svo fullur, að útúr flói og framleiðsluvaran seljist með harmkvælum og sumpart alls ekki. Bágt á ég með að fall- ast á þá skoðun, og hæpin virðist mér vera kragabúskapar- kenningin. Ég held að við getum ekki og eigum ekki að einskorða okkur við hinn takmarkaða innanlandsmarkað fyrir landbúnaðarframleiðsluna. Enda vill nú svo til, að ýmsir af ráðamönnum þessara mála og þeir, sem gerzt mega vita, telja, að við getum nú þegar flutt út ýmsar tegundir landbúnaðarafurða með viðunandi verði, ef við njótum

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.