Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Blaðsíða 32
88
svipaðra kjara írá ríkisins háliu og sjávarútvegurinn nýtur.
Og væntanlega dettur engum í hug, að dregið verði úr fisk-
framleiðslunni, þó að erfiðleikar hrjái þann atvinnuveg um
skeið.
Það er mikið talað og margþvælt orðið um flótta unga
fólksins úr sveitinni og þjóðarvoði talinn með réttu. Ýmsu
er um kennt, en stundum vill það gleymast, hverjar höfuð-
orsakir liggja til þeirra þjóðflutninga. Áreiðanlega er höfuð-
orsökin fjárskorturinn. Skortur á framlögum og nægilegu
lánsfé með viðeigandi kjörum til framkvæmda, jarða- og bú-
stofnskaupa, svo og erfiðleikar ýmissa að fá jarðnæði til
ábúðar.
Nú er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess, að allir þeir,
sem upp eru aldir í sveit, vilji verða bændur, enda ekki
æskilegt. Svo er margt sinnið sem skinnið, og gildir það
engu síður um sveitaæskuna en aðra æskumenn þessa lands.
Hins er ég fullviss, að ef sköpuð væru skilyrði fyrir þá ungu
menn, sem búa vilja, mundi enginn hörgull á verðandi
bændaefnum, enda áreiðanlegt, að býsna margir flýja sveit-
ina fyrir þá sök og þá eina, að viðunandi jarðnæði er hvergi
að fá. Þetta þýðir raunverulega það, að hópur ungra manna
lætur sér ekki í augum vaxa þá erfiðleika, fjárhagslega og
annars eðlis, sem nýbýlingum og mörgum frumbýlingum
óhjákvæmilega mæta, ef þeir aðeins ættu kost á landsskika,
sjáandi þann reginmun, sem á því er að stofna til heimilis
í sveit eða kaupstað og þann mismun, sem hlýtur að verða,
fyrstu árin a. m. k., á efnahagslegum kjörum og skilyrðum
öllum til að lifa mannsæmandi lífi.
í nýlega útkominni blaðagrein eða blaðaviðtali ræðir
Pálmi landnámsstjóri Einarsson nokkuð um þessi mál, en
hann er þeim eðlilega allra manna kunnugastur. Segir þar
m. a., að síðan 1947 hafi verið stofnað til 540 nýbýla og þar
af 80 á síðasta ári. Er það raunar undravert, hversu margir
leggja út á þá braut, þegar tillit er tekið til aðstæðna allra,