Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 34

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 34
90 um, krefst feikna fjármuna. Kemur það þá enn til, að naum- ast fer að verða og verður trúlega ekki, innan fárra ára, nokkurt það býli til, sem ekki er einhvers konar aflvél til á. En vélar eru dýrar og meira að segja rándýrar. Er hætt við, að mörgum frumbýlingnum muni reynast örðug vélakaupin fyrstu búskaparárin, sem þó eru og munu verða enn fremur í framtíðinni, brýn nauðsyn. Skylt er að viðurkenna það, að verulegt fjármagn og vax- andi rennur til þessarar starfsemi. Byggingalán hafa hækkað, og þó ef til vill ekki meira en sem aukinni dýrtíð nemur. Hækkandi styrkur til framræslu og það, sem miklu munar fyrir marga byrjendur, hærri jarðabótastyrkir til þeirra, sem minnst hafa túnin. En betur má. Herða þarf róðurinn enn, sérstaklega fyrir byrjendur og þá, sem skemmst eru á veg komnir. Gloppa er í, þar sem vantar bústofnslánin. Er brýn nauðsyn fyrir þá, sem búskap hefja, að geta þegar í stað komið sér upp þeim bústofni, sem framast er mögulegt að heyja fyrir og sinna um. Hitt er ófært, er menn þurfa fleiri ár til að koma sér upp viðunandi bústofni, aðeins vegna þess, að fjármagn til bústofnskaupanna er ekki fyrir hendi í upphafi og hvergi fáanlegt. Stundum heyrast raddir um það, og það jafnvel hjá bændum sjálfum, að þetta „styrkjafargan“, sem svo er kallað, sé blettur á bændastéttinni. Er slíkt ótrúleg skammsýni og naumast svaraverð. Það er ekki hægt að búast við því, að ein og tvær kynslóðir búandi manna lyfti því grettistaki að gjörbreyta búskaparháttum úr miðaldahokri í nýtízku, vél- væddan ræktunarbúskap, ásamt því að byggja hvert hús úr varanlegu efni, nema hjálp alþjóðar komi þar að verulegu leyti til. Mér hefur oft flogið það í hug, að þá er ákvarðað er kaup bænda, sé skrýtið að taka til hliðsjónar þá stétt af bæjar- stéttunum, sem lægst er launuð. Það kann að vera réttmætt, en það er þó því aðeins réttmætt, að bændur, og þó sérstak-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.