Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 35
91
lega frumbýlingar, séu styrktir ríflega og hafi greiðan aðgang
að lánsstofnunum til framkvæmda og búreksturs. Bændur
hafa þá sérstöðu, að allir þeirra fjármunir, sem þeir mögu-
lega geta án verið, og þó meira til, er lagt í framkvæmdir.
Áreiðanlega er persónuleg eyðsla þeirra umfram brýnustu
lífsnauðsynjar, stórum minni en nokkurrar stéttar annarrar.
Segja má, að öll þeirra orka beinist að því að leggja gull í
lófa framtíðarinnar.
Fombýli — Nýbýli — Smábýli.
Ég held, að það sé veila í landnámslöggjöf okkar, að of lítil rækt er
lögð við að viðhalda byggð og gera umbætur á gömlum býlum, sem
af einhverjum ástæðum hafa orðið aftur úr þróuninni, en þau býli
eru ekki svo fá og engan vegin öll illa sett eða afskekkt. Fyrir frum-
byggja er ekki stór munur á því að taka slík býli til ábúðar og að reisa
nýbýli, og ættu þessi býli þvl að njóta sama stuðnings og nýbýlin.
Þá held ég að vanti inn í landnámslöggjöf okkar ákvæði um smábýli
í sveitum. Þau býli eiga ekki að veita þeim, er á þeim búa, fulla fram-
færslu, heldur eiga þeir jafnvel að hafa meginframfærslu sina af ann-
arri atvinnu heldur en landbúnaði, svo sem ýmsum iðnaðarstörfum,
smíðum, raflagningu, vélaviðgerðum og jafnvel einnig af vélameðferð
og vegavinnu. Það getur víða verið hagkvæmt og bráðnauðsynlegt að
tengja slíka starfsmenn landbúnaðinum og sveitunum, og þeim getur
einnig verið það hagkvæmt að reka smábúskap með öðrum störfum
sínum.
Um það þarf varla að deila, að það er sívaxandi þörf fyrir svona
menn í sveitunum og víða er óhagkvæmt eða ókleift að sækja alla slíka
þjónustu til kaupstaða eða kauptúna. Ó. J.