Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Blaðsíða 37

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Blaðsíða 37
93 fram neyzluþörfina, en þótt þessi regla sýnist einföld og auð- veld á pappírnum, hefur hún reynzt örðugri í framkvæmd. Nú er það svo, að það eru fyrst og fremst árferðissveifl- urnar, sem þessu kartöfluöngþveiti valda. Væru þær ekki, eða ef þær væru litlar, gætum við miðað framleiðsluna nokk- urn veginn við neyzluna, og offramleiðsla væri þá sjálfskap- arvíti. Það er því augljóst, að allt það, er getur dregið úr ár- ferðissveiflunum og gert kartöfluuppskeruna jafnari frá ári til árs, er mjög mikilsvert fyrir þessa framleiðslugrein. Eitt, sem til greina gæti komið, er geymsla á kartöflum milli ára. Ég veit ekki, hvort þetta úrræði er hugsanlegt. Að vísu mun hafa verið leitað ýmissa ráða til þess að auka geymsluþol kartaflna, en eigi virðast þau ráð hafa náð út- breiðslu. Úrvalsgeymsla er sjálfsagt það, sem fyrst kemur til greina, og ég hef smakkað á haustdögum kartöflur úr slík- um geymslum, og virtust þær mjög litlu hafa tapað, en þar sem kartaflan er lifandi jurtarhluti, hlýtur hún þó alltaf að tapa einhverju. Ekki er mér kunnugt um, að reynt hafi verið til þrautar, hve lengi er hægt að geyma kartöflur í reglulega góðum geymslum, en fróðlegt væri að fá úr því skorið. Að sjálfsögðu verður geymslukostnaður mikill, ef geyma á kart- öflur milli ára, og vera má, að gömlu kartöflurnar verði snið- gengnar, þegar nýjar koma á markaðinn. Þó fékk ég i ágúst sl. sumar svo góðar, gamlar kartöflur, að ég kaus þær miklu fremur heldur en nýjar kartöflur, er þá voru á boðstólum hér á Akureyri, þótt verðmunurinn væri ekki tekinn til greina. Árferðið, eða áhrif veðrátunnar á kartöfluuppskeruna, er örðugt við að fást. Sá þáttur veðurfarsins, sem líklega veldur mestum sveiflum og dregur mest úr uppskerunni, eru haust- frostin. Vorfrostin eða vorkuldarnir tefja sprettuna oft mjög og gera það að verkum, að kartöflurnar komast seint i jörð- ina, en heldur er fátítt, að frost valdi skemmdum á kartöflu- grasi á þeirri árstíð, þótt komið geti það fyrir. Hitt er altítt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.