Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 40

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 40
96 þegar næturfrost eru yfirvofandi, að ef einhvern andblæ gerir, líður hættan venjulega hjá. Nú eru blásarar, sem nota mætti til þessa, víða til og fer sjálfsagt fjölgandi, og þarf ekki að koma í bága við aðra notkun þeirra, þótt gripið sé til þeirra endrum og eins til frostvama. Er þvert á móti kostur, að notkun þeirra geti verið sem fjölþættust, en til þess að það geti orðið, verða þeir að vera sæmilega auðfæranlegir. Við frostvarnir yrðu dráttarvélar auðvitað notaðar til að hreyfa blásarana. Það eru svo fáar nætur á sumri, er þarf að grípa til þessara tækja, að kostnaður mundi verða hverfandi, ef tækin em til hvort eð er. Það þarf að gera rækilegar tilraunir með þessa aðferð og ganga úr skugga um, hvers hún er nýt. Nú er það svo, að þótt blásturinn reyndist vel, þá mundi hann ekki alls staðar henta. Margir rækta kartöflur í smá- um stíl og aðeins til heimilisþarfa. Það gerir allur sá fjöldi, er hefur smágarða í kauptúnum og bæjum og ennfremur margir bændur og helzt þar, sem kartöfluræktin er talin svo áhættusöm, að það svari ekki kostnaði að reyna að rækta þær til sölu. Ekki geta allir þessir smágarðaeigendur haft blásara, ásamt hreyfli, vegna frosthættunnar, og er þó varna ekki síður þörf hjá þeim heldur en öðrum. Hér verður að grípa til annarra úrræða, og furðar mig satt að segja á því, að þau skuli ekki hafa verið meira notuð, en raun ber vitni um, en það er hrein og klár yfirbreiðsla. Þeir, sem rækta kartöflur aðeins til eigin þarfa, hafa þær venjulega í 100—400 m2. Þeir eiga líka að keppa að því, að hafa garðana ekki stærri en þörf krefur, en rækta þá og hirða svo sem bezt má verða og velja þeim stað, þar sem ræktunarskilyrðin eru góð, svo sem jarðvegur, skjól, raka- stig o. fl. Það borgar sig margfalt betur að hafa garðinn lít- inn, rækta hann af kostgæfni og keppa að því að fá hámarks-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.