Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Side 43

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Side 43
99 rúmum tveimur milljónum, en þá var heildarfólkstalan rúmar 3 milljónir manna, en nú eru um 40% af þjóðinni, er lifa á landbúnaði og skógrækt. Skóglendi í Finnlandi nemur 71% af flatarmáli landsins. Nyrzt í Lapplandi eru skógarsvæðin neðan við 40% af flat- armálinu. Sunnan heimskautsbaugs þekur skógur 41—70% af landinu í strandhéruðunum, en austurhluti landsins og svæði þvert yfir landið norðan við heimskautsbaug hefur skóglendi, er nemur 80% af flatarmálinu. Jarðvegurinn ber mikil merki ísaldarmyndunar. Eru því áberandi leir- og sandblandanir í yfirborði hans, en einnig eru víðs vegar í landinu hreinar mýrarmyndanir, bæði stararmýrar og mýrar myndaðar af mosum. Meginhluti þjóðarinnar, eða 91%, talar finnsku, 8.6% eru sænskumælandi, en 0.4% tala mállýzkur, þar í taldir 2350 Lappar, er hafa sitt eigið mál. Það má með nokkrum sanni segja, að saga almennra bún- aðarframfara. í landinu hefst, er landið verður sjálfstætt árið 1917, og hefur þróunin gengið svipaðar leiðir og annars staðar á Norðurlöndum. Þó má fullyrða, að flótti frá land- búnaðinum, er eigi rætur í viðhorfum fólksins, þekkist ekki, þótt hins vegar flutningur fólks til þéttbýlisins sé þar í landi nokkurt áhyggjuefni, þá hafa byggðir hvergi lagzt þar í eyði. Einkennandi er, að bújarðir eru fremur smáar, og framleiðsla búfjárafurða er aðalframleiðslan, ef undan eru skildar afurðir skóganna. Árið 1941 var meðalstærð ræktaðs lands á býli 7.1 ha, og 86% af jörðum voru minni en 15 hektarar. Af framleiðsl- unni eru 60% búfjárafurðir, miðað við söluverðmæti bú- anna. Annað sérkenni í finnskum landbúnaði er, að skyldu- lið jarðareigenda er -70% af öllu því fólki, er að landbúnaði vinnur. Verkafólk landbúnaðarins er 28%. Búendur eru að mestu leyti sjálfseignarbændur. Eftir að Finnland varð sjálfstætt ríki, var strax stefnt að 7*

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.