Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 50

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 50
106 býli í áður algerlega óræktuðu landi. Byrjunarræktunarþörf þessara býla var áætluð 90.000 ha, eða 6 ha á býli. Það er í árslok 1955 búið að rækta 65 þús. ha, eða um 72% af þessu landi. Hins vegar hefur nýrækt, sem notið hefur framlags samkvæmt lögunum, numið 103 þús. ha. VI. Fjárframlag til nýbyggðanna. Allir nýbyggjendur eru sjálfseignarbúendur. Ríkið veitir héruðunum lán til langs tíma, og lántakendur greiða 3% vexti af þeim. Þessi lán eru notuð til landkaupa, byggingar- framkvæmda og til annarra útgjalda, er þarf til þess, að býlin verði búrekstrarhæf og hafi búsáhöld og bústofn. Þessi lán eru veitt af samvinnubönkunum, sparisjóðunum og af veðdeild Finnlandsbanka. í árslok var búið að veita 43 milljarða marka, og af því voru 34 milljarðar byggingarlán. Þessi lánastarfsemi er eingöngu í sambandi við ráðstöfun fólks, sem flutt var frá afhentu héruðunum. En samhliða því hafa nýbyggðalögin frá 1936 verið í gildi, en þau eru hlið- stæð við landnámslöggjöfina hér, og meðan á þessum fram- kvæmdum stóð, hefur hlutverk þeirra orðið að fullnægja lánaþörf hinna smærri búenda, gera þeim kleift að kaupa viðbótarlönd og til kaupa á löndum að frjálsum leiðum til stofnunar nýbyggða. VII. Landnámslögin frá 1936. Samkvæmt þeim lögum fá hrepparnir árlega lán til langs tíma úr landnámssjóði ríkisins, og þeir veita, hver á sínu svæði, einstaklingunum lán, og fylgir þessi endurlánastarf- semi ákveðnum reglum. Þeir bera því alla ábyrgð á lánum þeim, er þeir veita einstaklingum. Hver hreppur hefur sér- staka nýbýlastjórn, er veitir lánin og sér um innheimtu þeirra. Starfsemi þessara nefnda er háð eftirliti ríkisskipaðra

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.