Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 51

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 51
107 eftirlitsmanna (kolonisationsinspektörer). Þeir eru 20 alls fyrir allt landið. Lánin, sem veitt eru, geta verið: 1. Jarða- og landkaupalán. 2. Byggingarlán. 3. Ræktunarlán. 4. Búsáhalda- og búvélalán. 5. Hludeildalán systkina. 6. Lán til almenningsframkvæmda í nýbyggðum. Tilgangurinn með hlutdeildalánum systkina er sá, að létta fyrir við arfaskipti, að jarðir og smábýli geti komið í hlut eins erfingja, og eru því lánin veitt því systkini, sem situr jörðina áfram, til að leysa út arfahluta hinna skyldmenn- anna. Þessi lánastarfsemi hefur haft stórkostlega þýðingu og unnið gegn því, að hæfilega stórar jarðir séu teknar til skipta, svo að þær verði óhæfar bújarðir á eftir. Landnámssjóðurinn hefur veitt árlega 3 milljarða marka. Árið 1955 voru veitt 2923 jarðakaupalán, 5804 byggingar- lán, 1450 búsáhalda- og búvélalán, 1366 hlutdeildalán syst- kina og 284 lán til almenningsframkvæmda. Öll þessi lán greiðast á 31—47 árum með 3% ársvöxtum. VIII. Endurbygging og endurbœtur á íbúðar- og peningshusum í sveitum. Samkvæmt landnámslögunum frá 1936, eins og þau voru upphaflega, studdi ríkið aðeins nýbyggingarstarfsemina, en endurbætur bygginga og endurbygging á eldri jörðum naut ekki fjárhagsaðstoðar. Þegar á fyrstu árunum kom í ljós, að þessarar aðstoðar var mikil þörf, og þá sérstaklega í formi af hagstæðum lánum, því bæði kostuðu viðgerðir mikið fé, en einkum þótti þurfa að endurbæta byggingarfyrirkomulag gömlu býlanna, til að gera búreksturinn hagkvæmari og að sveitafólkið fengi íbúðarhúsakost í samræmi við kröfur, er

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.