Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Side 63

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Side 63
Árni G. Eylands: Eins og þér sáið og berið á munið þér uppskera^ Þó að ótrúlegt sé, heí ég árum saman verið að hugsa um að skrifa þessa grein. Þess mætti því vænta, að ekki sé smátt í böggum þegar hún kemur. Slík hugsun mun þó valda vonbrigðum. Það, sem ég hef að segja, er lítið og einfalt, en það snertir mál, sem er mikilsvert, og um það mál má því helzt ekki segja neitt ómerkilegt. Um það þarf að segja margt merkilegt og vel. Því hef ég stungið við fótum og þagað, en ég held að það sé ekki rétt að gera það lengur, úr því að aðrir verða ekki til að mæla hér um. Eftir því hef ég beðið og vænzt mikilla hluta, og meiri, heldur en reynsla mín og aðstaða gerir mér fært að valda. Að gera betur. Ég lít svo til, að svo sé nú ástatt á mörgum sviðum, um framsókn þjóðarinnar til betri lífskjara og mannbóta, að meira sé um vert að gera betur en gert er, heldur en að auka afköstin einhliða, án þess að betur sé gert. Jafnframt því: að aukin afköst, aukinn hraði og magn góðra og nytsamlegra gerða og framkvæmda, sé því aðeins fullgott, að afköstin, umbæturnar og framkvæmdirnar fari einnig batnandi, frá því sem nú er almennt. Að gera betur, felst í því að undir- t) Grein þessi birtist í tímaritinu Akranes 1955, en með því að það rit mun lítið þekkt meðal lesenda Ársritsins, en greinin fjallar um efni, er hér hefur verið reynt að hefja umræður um, er hún birt hér með leyfi höfundar. — Ó. J.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.