Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 76

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 76
132 Gj öld: 1. Kostnaður við Ársrit Rf. N1........... kr. 40.000.00 2. Sjóðatillög.............................. — 3.000.00 3. Aðalfundur og stjórnarkosn.............— 6.000.00 4. Kynningar- og fræðslustörf............. — 7.800.00 5. Ýmislegur kostnaður .................. — 1.200.00 Kr. 58.000.00 6. Óákveðin mál. Guðmundur Jósafatsson ræddi um nauðsyn þess að bráðlega færi fram ýtarleg rannsókn á beit- arþoli lands og landþörf búpenings. Til máls tóku: Haf- steinn Pétursson, Steindór Steindórsson, Árni Jónsson, Jón Sigurðsson, Ketill Guðjónsson, Ólafur Jónsson, Karl Arn- grímsson. Svohljóðandi tillaga var samþykkt í einu hljóði: „Aðalfundur Rf. Nl., haldinn á Akureyri 18. ágúst 1956, skorar á Tilraunaráð og Búnaðarþing, að beita sér fyrir því, að hafin sé hið bráðasta ýtarleg rannsókn á beitarþoli lands og landþörf búpenings." 7. Kosningar. Úr stjórninni átti Steindór Steindórsson að ganga og var hann endurkosinn til næstu þriggja ára. Til vara var kosinn Sigurður O. Björnsson, til sama tíma. End- urskoðendur voru kosnir: Hólmgeir Þorsteinsson og Eggert Davíðsson, til eins árs. Formaður félagsins, Steindór Steindórsson, talaði nokkur orð um félagsstarfið. Þakkaði fundarmönnum fyrir góða fundarsetu og óskaði þeim góðrar heimkomu. Fleira ekki fyrir tekið. Fundargerð lesin. Fundi slitið kl. 15.50. Steindór Steindórsson. Jón G. Guðmann. Helgi Kristjánsson.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.