Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 79

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 79
135 ráðunautanna. Jafnframt hvatti hann ráðunautana til þess að leggja fram meira af efni í Ársritið. Þessir menn tóku til máls: Ingi Garðar Sigurðsson, Aðal- bjöm Benediktsson, Egill Bjarnason. Ólafur Jónsson þakkaði góðar undirtektir og skýrði mál- ið frekar. Er hér var komið, var kl. 19.00. Ólafur Jónsson tilkynnti, að kl. 20.30 ætlaði prófessor Knut Breirem frá Noregi að flytja erindi um votheysgerð og fóðrun með votheyi, og væri þess óskað að fundarmenn mættu þar. Fundi frestað til næsta dags. Mánudag 5. nóv., kl. 10.30, var fundur settur að ný að Hótel KEA. Fyrir var tekið: 3. Sauðfjárrækt. — Sigfús Þorsteinsson hafði framsögu, Ræddi hann um viðfangsefni sauðfjárræktarfélaganna og starf héraðsráðunauta þeim til leiðbeiningar og aðstoðar. Mörg vandamál koma fram í þessu starfi. Grundvöllur sá, sem á er byggt, þekking á erfðagildi fjárstofnanna, er ekki nægilega traustur. Fóðrun er víða ábótavant og af því leið- ir, að erfitt er að dæma um eðliskosti gripanna. Einkum er þetta bagalegt, og jafnframt algengt, þegar um veturgamla hrúta er að ræða. Þá vék framsögumaður að nauðsyn þess að koma sérvigtun á fallþunga dilka í sláturhúsum í gott horf. Þá lagði hann áherzlu á þýðingu og nauðsyn þess að taka upp tæknifrjóvgun sauðfjár, til þess að flýta fyrir því, að árangur náist í sauðfjárræktinni. Til máls tóku: Aðalbjöm Benediktsson, Grímur Jónsson, Egill Bjamason, Baldur Baldvinsson, Ólafur Jónsson. Aðalbirni Benediktssyni og Sigfúsi Þorsteinssyni falið að semja tillögu til fundarályktunar. Matarhlé frá kl. 12.00 til 13.30. Aðalbjöm Benediktsson og Sigfús Þorsteinsson Iögðu fram svohljóðandi tillögu: „Fundur ráðunauta og fulltrúa búnaðarsambandanna í

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.