Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 80

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Page 80
136 Norðlendingafjórðungi, haldinn á Akureyri 4.-5. nóv. 1956, lítur svo á, að tæknifrjóvgun sauðfjár sé nauðsynleg, til þess að ná hraðari og öruggari framförum á sviði sauð- fjárræktarinnar. Fundurinn beinir því til Búnaðarfélags ís- lands, að það beiti sér fyrir auknum fjárframlögum, af hálfu hins opinbera, til bygginga sæðingastöðva, t. d. allt að helm- ingi stofnkostnaðar. Ennfremur að framlag á sædda á hækki verulega, eða að framlag verði veitt sérstaklega til af- kvæmarannsókna." Tillagan var rædd lítið eitt, en síðan borin upp til at- kvæða og samþykkt samhljóða. 4. Véltækni. — Ámi G. Eylands ræddi um landbúnaðar- vélar. Benti hann á að vélarnar og rekstur þeirra væri vera- legur kostnaðarliður við búreksturinn, og væri því síaukin þörf fyrir leiðbeiningastarf á þessu sviði. iÞessi leiðbeininga- starfsemi hefur verið tvenns konar: Leiðbeiningar frá selj- endum vélanna, sem hafa dregist saman, meðal annars vegna þess, að salan hefur dreifzt á fleiri hendur, og í öðru lagi leiðbeiningar frá opinberum aðilum, Búnaðarfélagi íslands og Verkfæranefnd. Leiðbeiningar frá þessum síðarnefndu aðilum væru þó ónógar og þyrfti þar úrbóta. Hann taldi, að ein bezta aðferðin til útbreiðslu á þekkingu á vélum og vinnuaðferðum væru „starfsmót", er haldin væru á skólabú- um, tilraunabúum eða fyrirmyndar einkabúum. Á þessum starfsmótum, sem stæðu einn dag, væru bændum sýndar vél- arnar og meðferð þeirra í vinnu af kunnáttumönnum. Til máls tóku: Ármann Dalmannsson, Ólafur Jónsson, Grímur Jónsson, Egill Bjarnason, Aðalbjörn Benediktsson, Bjarni Arason. 5. Samstarf búnaðarsambandanna. — Ólafur Jónsson rakti í fáum orðum sögu búnaðarsamtakanna í Norðlendinga- fjórðungi og klofnun Ræktunarfélags Norðurlands í sex búnaðarsambönd. Ræddi hann aukið samstarf ráðunaut- anna í þessum landshluta, og það hlutverk Ræktunarfélags

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.