Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 13

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 13
15 Jarðvegur er mjög misjafn að gerð, og varmaleiðni mis munandi jarðvegstegunda ólík. Einnig varmaleiðni einnar og sömu jarðvegsgerðar breytileg, eftir því hversu þéttur jarðvegurinn er, og hvort hann er unninn eða óunninn. í þéttum, óunnum jarðvegi er varmaleiðni góð. Upphitun að degi til nær því til dýpri laga og yfirborðið hitnar minna en ella. Að næturlagi kólnar yfirborðið einnig hlutfallslega lítið. Við vinnslu minnkar varmaleiðni mjög, og hitasveifl- ur yfirborðsins og þar með loftsins næst jörðu aukast veru- lega, hiti verður hærri að degi til, en oft lægri að næturlagi. Líklegt er þó, að lítil varmaleiðni sé gróðri hagstæð. Þetta leiðir hugann að jarðvegsraka, en íslenzkur jarð- vegur er yfirleitt mjög rakur, og eins og kunnugt er veldur rakinn aukinni varmaleiðni, og er jarðvegurinn kaldari fyr- ir bragðið. Vatn það, sem bundið er í jarðveginum tekur virkan þátt í hringrás vatnsins milli lofthjúps og jarðar. 1 arðvegsrakamælingar eru því ekki síður nauðsynlegar en úrkomu- og uppgufunarmælingar, eigi fullt yfirlit að fást yfir þessa hringrás. Slíkar madingar þarf að gera í sem flest- um algengum tegundum íslenzks jarðvegs, og hefur Veður- stofan hafið vikulegar mælingar á nokkrum stöðum, m. a. á tilraunastöðvunum. Tekin eru iarðvegssýnishorn í 10 cm þykkum lögum allt niður á 60 cm dýpt og eru þau vigtuð fyrir og eftir þurrkun. Fæst þannig vatnsmagn það, sem í jarðveginum er. Ekki er unnt að gera grein fyrir niðurstöð- um þessara mælinga hér, en ótrúlega mikið vatn er í ýmsum gerðum íslenzks jarðvegs. d. Staðbundnar veðurfarsrannsóknir. Landslag hefur mikil áhrif á veður, áhrif, sem oft koma ekki fram í hinu fremur dreifða veðurathugananeti. Ur- koma er þannig mjög breytileg frá stað til staðar sé um mis- hæðir að ræða, vindátt fer gjarnan eftir legu dala og hita- far einkennist mjög af landslagi. Kalt loft leitar ætíð til lægstu staða líkt og vatn, og þessvegna er frosthætta oft meiri á láglendi og í dalbotnum en ofar í hlíðum. Af öllu þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.