Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 78

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 78
80 geta losað nokkra hesta af laufi og fá þá jafnvel þurra að kvöldi eða næsta dag. Var þá oft vaknað snemma, til að slá, og því fyrr sem lengra þurfti að fara. Væri það um tveggja tínra gangur, þurfti stundum að fara að sækja hestana klukk- an fjögur á morgnana, því ekki voru þeir æfinlega í hand- raða, eins og stundum var að orði komizt. Þurfti oft að leita lengi að þeim. Þegar aftur á móti var legið við tjald, var hægt að ganga beint að orfinu, en fljótt var bitið að fara úr ljánum, og þurfti því oft að klappa hann eða dengja, ekki sízt ef toppar af sandtöðu og grávíðissveipar komu í ljós, var fast lagt að jörð og þá ekki síður að vallhumli. Féllu þá stundum líka fallegir og ilmandi ljósberar, ásamt smjörgrasi, sem einnig kinkaði kolli í stöku stað. Allt þetta gerði laufheyið að angandi og eftirsóttu fóðri. Það fundu þeir bezt og skildu, sem gáfu það í garðana á vetrum, og þó allt sundurtáið eftir heynálina, sem það var ávallt losað nreð, þvi óvíða voru þá hlöðurnar. Venjan var að slá vel út hvern blett, bæði í þeim tilgangi að fá sem mest heyið og einnig til að loðvíðirinn yrði ekki of stórvaxinn, þegar hann yrði sleginn næst og sem oft var ekki fyrr en eftir tvö til fimm ár. Sjaldan var mikið af gul- víði, þar sem sandlendi var mikið, og fjalldrapi var aldrei sleginn, svo nokkru næmi, þar sem ég sá til, nema þá ör- litlir kragar, eða utan af buskum, þar sem hann var smár og girnilegastur, ásamt loðvíðinum. Aftur á móti 1 ^r oft slegið utan að og allt í kringum stóra loðvíðirunna, 'tund- um mittisháa eða meira. Var þá ljánum slengt, í fullri lengd, lóðrétt niður á yztu brodda þeirra alveg að jörð. Kastaðist þá laufið, sem losnaði, næstum allt niður utan við buskann og myndaði þar oft talsverðan garð, í meira lagi girnilegan og sem góðir sláttumenn dreifðu sundur, með því að sveifla þjófinu á ljánum eftir honum, og fjarlægðist hann þá gíginn um leið, en laufið lenti út á sneggjuna, sem vanalega var á milli gíganna. Það sama gerðu þeir, þegar mynduðust múgar, sem kallað var, en það voru tals- verðar hrúgur af heyinu. Það var gert til þess að það þorn- aði fyrr og betur, sérstaklega þegar sólskin var. Það var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.