Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 62
skólastöð staðið undir, ef á sama tíma eru gerðar kröfur
til hennar um að standa lyrir þeirri starfsemi, sem raun-
verulega ætti að vera hægt að ætla skólagarðyrkjustöð.
Það er út af fyrir sig rétt að Garðyrkjuskólinn ætti að
starfa fyrir garðyrkjumenn. Hann á að hafa aðstöðu til þess
á sviði tilrauna og rannsókna og með leiðbeiningum, en
slík aðstaða hefur honum ekki verið búin að neinu marki.
En skólinn má aldrei gleyma þeim megin tilgangi sínum,
að hjálpa nemendum sínum til þroska og mennta, og búa
þá sem allra bezt undir það lifsstarf, sem þeir hafa valið sér.
En það er nú einu sinni svo, að störf framsýnna samborg-
ara eru oft og jafnvel venjulega lítils metin og mæta mikilli
tortryggni meðborgaranna, jafnvel oft, þó að barizt sé fyrir
augljósustu umbótamálum, tregðan og vanafestan eru þar
oft stærstu steinar í götu.
En segja má með sanni að Garðyrkjuskólinn eigi tilveru
sína í núverandi mynd að þakka Unnsteini heitnum skóla-
stjóra. Ungur strengdi hann þess heit að skólinn skyldi
upp. Sú heitstrenging var efnd, en hún var dýrkeypt.
En skólinn er nú kominn yfir þröskuldinn. Verkefnin
eru ennþá næg framundan, en þannig mun það ætíð verða,
ef haldið verður áfram á þeirri braut, að stefna fram á við,
og þar má aldrei slaka á, og verður þjóðin öll sem slík, að
standa vörð um þessa ungu menntastofnun sína á sviði
garðyrkjunnar og ekki dreifa fjármagni né kröftum á marga
staði, með hæpnum árangri.
Eins og málum er nú háttað, kemur það ekki til greina
að stofna til nýs garðyrkjuskóla hér á landi. Garðyrkjuskóli
ríkisins á Reykjum í Ölfusi hefur frá byrjun ætíð verið fé-
vana stofnun, þó heldur hafi rofað til síðustu árin, og á
meðan að ekki er hægt að búa almennilega að einni stofn-
un, og hún getur ekki sinnt þeim verkefnum sem liggja
fyrir vegna fjárskorts, kemur alls ekki til greina að stofna
til nýrrar stofnunar á sama sviði.
Ef fylgja á þeim kröfum, sem gera verður og gerðar eru
í dag í skólamálum, þá verður öll starfs- og kennsluaðstaða
að byggjast á svo góðum og traustum grundvelli, að viðun-