Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 63
65
Úr einu gróðurhúsi skólans. Verið er að binda upp papriku.
andi sé bæði fyrir skólastjóra, kennara og nemendur, og
stofnun og rekstur skóla sem einhvers mætti vænta af, er
ekki hægt að byggja eingöngu á gömlum hugsjónum, held-
ur yrði |rar að koma til miljónaframlag frá ríkisvaldinn.
Nú, þegar verið er að byggja nýtt skólahús við Garð-
yrkjuskólann, þar sem aðstaða verður í framtíðinni fyrir
50 nemendur, og þar sem aðstaða er nú komin til að sinna
hinum fjölþættu starfssviðum garðyrkjunnar, er það alveg
fráleitt að ætla sér að leggja miljónir í nýjan skóla fyrir
norðan, eða annars staðar á landinu, en það yrði að gera,
á meðan ekki er hægt að ljúka nauðsynlegum framkvæmd-
um á einum stað. Til nýs skóla þyrfti að ráða vel menntað-
an skólastjóra og svo kennara á þessu sviði, og eins og flest-
um, sem að þessu vinna vita, þá eru ekki nema örfáir hér
á landi, sem hafa þá menntun, sem krefjast verður af þeim
manni, sem veita á svona stofnun forstöðu, og þeir sem til
eru, eru allir í föstum störfum, og enginn er við háskóla-
5