Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 79
81
líka fljótt að léttast, því oft kom vinnukonan, eða húsmóð-
irin sjálf, úr hádeginu, til að raka.
Til merkis um hvað venjulega var unnið vel að, þ. e.
sleginn út hver blettur, fóru ýmsir talsverðan sptil, og þá
oft ýmsar krókaleiðir frá aðalslægjunni, milli loðvíðirnnn-
anna, til að slá utan af þeim og á milli þeirra. Þar var líka
oftast stærsta og þroskamesta laufið, sem bar af öðru, eins
og sauðir í lambahjörð. Rakstrarkonum þótti þetta aftur á
móti ekki eins spennandi, að eltast við að raka þetta og bera
í flekkinn, oft talsverða leið. Þessar krókaleiðir sláttumanna
voru því kallaðar ræpur, af sögninni að ræpa. Og til frekari
áherzlu var oft sett framan við nafnorðið annað nafnorð,
sem öllum þótti lítil upphefð að.
Það lauf, sem slegið var í brakandi þurrki, fyrir hádegi,
var oft tekið saman að kvöldi sem fullþurrt. Oft var það
líka rakað í flekki og rifjað eftir vild og getu. Væri svo
þurrkur fram eftir degi næsta dag, var sigur unninn, og þá
líka stundum sett saman í liey, á staðnnm, eða jafnvel flutt
heim.
Þeir, sem fyrst gátu byrjað að slá, undanfarandi morgna,
sáu það bezt, hve morgunstundin gefnr oft mikið gidl í
mund.
Oft var laufheyskapur sóttur af kappi, þótt langt væri á
engið, stundum 10—15 km leið. Þar var þó heyið oft sett
saman og þurfti þá venjulega að binda það og flytja að hey-
stæðinu, sem var valið þannig, að vatn gæti ekki runnið
undir heyið. Þurfti þá einnig að rista torf, flytja að því
og þekja. Veluppborið hey var með talsverða bungu í miðju,
og góður halli frá henni að báðum endum. Oftast sneru
heyin út og suður, nema þar sem veður urðu mest af austri.
Byrjað var að þekja þann enda heysins, sem var í skjóli við
mestu vindátt. Næsta torfa var látin ná vel upp á fskara)
flagröð þeirrar torfu, sem fyrst var lögð og svo koll af kolli,
að hábungu þess. Þannig héldu sumir áfram, heyið á enda.
Aðrir byrjuðu á hinum endanum og létu síðustu torfuna
loka síðast á hábungu heysins. Fyrsta torfan, sem rist var á
nýjum stað, var nefnd flagmeri. Hún var síðast lögð yfir
6