Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Qupperneq 92
94
mjög hægum vindi eða logni og í heiðríku eða léttskýjuðu
veðri, og er það tvímælalaust útgeislun frá yfirborði jarðar
að næturlagi, sem því hefur ráðið.
Áhrif snjóhulu á lofthita koma greinilega í ljós í töfl-
unni yfir lægsta lágmark. Alla vetrarmánuðina hefur snjór
verið á jörð, þegar lægsta lágmark hefur mælzt. Áhrif snjó-
hulunnar eru greinilega þau, að lækka lágmarkshita nætur-
innar. Kemur þetta til af því, að snjór er mjög góður útgeisl-
ari á langbylgjusviðinu og veldur því mikilli kólnun við
yfirborð. Geta verður þess, að snjór var á jörð alla heiðskíra
daga í janúar og desember (sjá 3. mynd), enda liggja bæði
hámark og lágmark mjög lágt og sjálfsagt mun lægra en ella
hefði verið.
Segja má að í framtíðinni bíðu verðugt verkefni, þar sem
er nánari athugun á áhrifum snjóhulu á hita jafnt í lofti
sem í jörð.
Um áhrif vindhraða á hitann er það að segja, að reiknað-
ur var út meðalvindhraði sólarhringsins fyrir hluta hinna
heiðskíru daga. Ekki tókst þó að finna greinilegt samband
á milli þessa meðalvindhraða og t. d. lágmarkshita nætur,
enda aðstæður breytilegar og um marga aðra þætti að ræða,
sem yfirgnæfa, og að auki er meðalvindur heils sólarhrings
of grófur mælikvarði. Eins og er, sjást áhrif vindsins bezt
með því að bera saman hámarks- og lágmarkshita á heið-
skírum dögum á bersvæði og í skjóli. Kemur þá í ljós, að
hámarkshiti er almennt hærri í skjóli á heiðskírum dögum
á sumrin og munar oft 1—2°C. Að vetri til hverfur þessi
munur. Lágmarkshiti í skjóli er á heiðskírum dögum 0,5—
2°C lægri en á bersvæði, og hefði fyrirfram mátt ætla, að sá
munur væri jafnvel meiri. En þá ber þess að gæta, að vind-
ur er oftast mjög hægur á heiðskírum dögum og áhrif skjól-
beltis þá minni en ella. Engu að síður gefa niðurstöður til
kynna, að frosthætta hlýtnr að vera mun meiri í skjólbelti
en utan þess.
Þess hefur áður verið getið, að hiti lækkar að jafnaði með
hæð frá yfirborði jarðar. Að næturlagi snýst þetta oft við
í neðstu loftlögum, einkum ef útgeislun frá yfirborði jarð-