Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 104
106
miklu leyti ósnert, þrátt fyrir mikla og stöðuga byggð þar.
Annars verður Sveitin að skoðast svo þekkt, að ekki þurfi
þar frekari lýsingar við, né heldur rökstuðnings fyrir frið-
unaraðgerðum þar. Auk þess hefur hún nýlega verið dregin
fram í sviðsljósið, vegna verksmiðjubyggingar og mann-
virkja í því sambandi. Er það skemmst að segja, að sjálf
verksmiðjan og mannvirki henni tilheyrandi, hafa reynzt
til fyrirmyndar, hvað snertir nærgætni við hina viðkvæmu
náttúru landsins, enda þótt nokkuð færi afskeiðis í stað-
setningu vegarins til verksmiðjunnar.
Náttúruverndun í Mývatnssveit er flókið mál, og verður
naumast gerð skil í stuttum þætti. Verndun sveitarinnar
sem heildar, kemur og naumast til greina, vegna mikils þétt-
býlis á sumum hlutum hennar. Þó væri efalaust æskilegt, að
gerðar yrðu einhverjar almennar reglur til að fara eftir,
einkum í sambandi við nytjun vatnsins, meðferð olíu, um-
ferð ferðafólks o. s. frv.
Einhverjar reglur eru þegar í gildi um varplöndin vestan
og norðan vatnsins, svo að landeigendur geta hindrað þar
óþarfa umferð.
Austurströnd vatnsins, einkum Syðri-Flóans, er enn til-
tölulega strjálbyggð, enda nær hraunið þar víðast hvar alveg
að vatninu, og ræktunarmöguleikar því alar litlir, ef frá
er skilinn Kálfastrandartanginn. Fyrir ströndinni er röð af
eyjum, þar sem hinir sérkennilegu gervieldgigar setja svip
sinn á landslagið. Á bak við eru margar hinar frægustu eld-
myndanir Sveitarinnar, svo senr Dimmuborgir, Hverfjall
og Lúdent. Sjálf er ströndin einhver sú allra fegursta og
fjölbreytilegasta, sem um getur. Gróður er víða ríkulegur
á svæðinu, og í Höfða er að vaxa upp skógur. Fuglalíf er
og sízt minna þar, en annarsstaðar við Mývatn.
Þetta svæði virðist því kjörið til friðunar sem þjóðvangur.
Ef gert er ráð fyrir að það nái frá miðjum Vogaflóa að
Brjánsnesi, austur fyrir Lúdent og út fyrir Hrútey og Mikl-
ey, verður það alls um 60 ferkílómetrar.
Á þessu svæði þarf að rísa rannsóknarstöð, þar senr stunda
mætti athuganir á lífi vatnsins svo og á jarðfræði svæðisins