Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 53
55
Garðyrkjuskólinn á Reykjum og nœsta nágrenni.
það tók til starfa, í fyrsta sinn í fjárlögum fyrir 1933 og síð-
an árlega í nokkur ár, en árið 1938 var það lagt niður, enda
þótt starfsemin hefði gefið góða raun. Síðan var þráðurinn
tekinn upp að nýju á öðrum stað, með alkunnum árangri.
Yfirlæknar við Reykjahælið voru þessir: Lúðvík Norðdal
Davíðsson 1932—1937, Óskar Einarsson frá 1. maí 1937 unz
það var lagt niður í okt. 1938, og Richard Kristmundsson
1937-1938.
Bústjórar voru tveir, Magnús Kristjánsson til 1934, og
Guðjón A. Sigurðsson 1934—1939.
Stofnun Garðyrkjuskólans.
A Alþingi 1935 komu fram í Nd. tvö frumvörp til laga
um garðyrkjuskóla. Annað flutti Bjarni Bjarnason, samkv.
ósk forsætisráðherra, en hitt um garðyrkjuskóla ríkisins
fluttu þeir Sigurður Einarsson, Emil Jónsson, Stefán Jóh.
Stefánsson og Héðinn Valdimarsson. Hvorugt frumvarpið
komst lengra en til 2. umræðu og landbúnaðarnefndar. Á
næsta þingi 1936 flutti svo Sigurður Einarsson frumvarp til
laga um garðyrkjuskóla ríkisins, að mestu leyti samhljóða
frumvarpi því, sem hann hafði verið með að flytja á þinginu
árið áður. Landbúnaðarnefnd klofnaði í málinu. Vildi