Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Qupperneq 75
77
fyrirbæris þekkja, tækju sig til og færðu í letur eitthvað af
því, sem tiltækt er, áður en það forgengur, eins og margt
annað, í ofurhraða atómaldar.“
Þessi vinsamlegu ummæli greinarhöfundar eru mælt af
innri hvöt til að forða frá gleymsku, ef unnt er, einum þætti
í hinni ströngu lífsbaráttu feðranna og því fékk ég löngun
til að fara að hans ráðum. En það vil ég strax taka fram, að
ýmsar ástæður valda því, að ég kem ekki við að gera það
eins og vert væri. Þó kynntist ég talsvert sömu áhöldum og
sömu aðferðum, við laufheyskapinn, og feður vorir notuðu
í meira en þúsund ár. Af þeim ástæðum er það ætlun mín
hér að fara um það nokkrum orðum, hvernig sem til tekst.
Kjörlendi til laujheyskapar.
Á undirlendinu, inn af Öxarfirði, þar sem Jökulsá skipt-
ir sveitum: Kelduhverfi að vestan en Öxarfjörður að aust-
an, eru víða stórar og samfelldar loðvíðisbreiður, svo ekki
veit ég annars staðar meiri á landinu.
I suðurhluta ()xarfjarðar, eða nánar tiltekið, norðan við
Hólssand, þar sem melgras vex víða, á vissum stöðum og
myndar háa gíga, þekur loðvíðirinn, á yztu mörkum hans,
að norðan, stór svæði. Á báðum þessum stöðum myndar
hann talsvert hávaxna, og stundum gígmyndaða runna, 1
— 2 m á hæð. Má með sanni segja, að hann hafi staðið og
muni ávallt standa, í fremstu víglínu gegn uppblæstrinum,
þar sem hann herjar. Loðvíðirinn bókstaflega gleypir sand-
inn og heldur velli á meðan nokkur angi stendur upp úr.
En svo þegar hann fær ekki lengur rönd við reist og vindar
þeyta sandinum burtu aftur, koma í ljós stofnar hans og
rætur, sem þá liggja, eins og strandrek, á auðninni, og
minna á blásin bein.
Kjörlendi loðvíðis er því sandlendi og þá jafnframt sauð-
vinguls og geitvinguls, enda sá kjarni í hásveitum þessa
lands, sem bezt hefur dugað — og mun duga — öllum kind-
um og hestum, á meðan úti ganga og bjóða ógnaröflum
vetrarins byrginn. Þótt melgrasið sé kjarnmikið fram eftir