Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 75

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 75
77 fyrirbæris þekkja, tækju sig til og færðu í letur eitthvað af því, sem tiltækt er, áður en það forgengur, eins og margt annað, í ofurhraða atómaldar.“ Þessi vinsamlegu ummæli greinarhöfundar eru mælt af innri hvöt til að forða frá gleymsku, ef unnt er, einum þætti í hinni ströngu lífsbaráttu feðranna og því fékk ég löngun til að fara að hans ráðum. En það vil ég strax taka fram, að ýmsar ástæður valda því, að ég kem ekki við að gera það eins og vert væri. Þó kynntist ég talsvert sömu áhöldum og sömu aðferðum, við laufheyskapinn, og feður vorir notuðu í meira en þúsund ár. Af þeim ástæðum er það ætlun mín hér að fara um það nokkrum orðum, hvernig sem til tekst. Kjörlendi til laujheyskapar. Á undirlendinu, inn af Öxarfirði, þar sem Jökulsá skipt- ir sveitum: Kelduhverfi að vestan en Öxarfjörður að aust- an, eru víða stórar og samfelldar loðvíðisbreiður, svo ekki veit ég annars staðar meiri á landinu. I suðurhluta ()xarfjarðar, eða nánar tiltekið, norðan við Hólssand, þar sem melgras vex víða, á vissum stöðum og myndar háa gíga, þekur loðvíðirinn, á yztu mörkum hans, að norðan, stór svæði. Á báðum þessum stöðum myndar hann talsvert hávaxna, og stundum gígmyndaða runna, 1 — 2 m á hæð. Má með sanni segja, að hann hafi staðið og muni ávallt standa, í fremstu víglínu gegn uppblæstrinum, þar sem hann herjar. Loðvíðirinn bókstaflega gleypir sand- inn og heldur velli á meðan nokkur angi stendur upp úr. En svo þegar hann fær ekki lengur rönd við reist og vindar þeyta sandinum burtu aftur, koma í ljós stofnar hans og rætur, sem þá liggja, eins og strandrek, á auðninni, og minna á blásin bein. Kjörlendi loðvíðis er því sandlendi og þá jafnframt sauð- vinguls og geitvinguls, enda sá kjarni í hásveitum þessa lands, sem bezt hefur dugað — og mun duga — öllum kind- um og hestum, á meðan úti ganga og bjóða ógnaröflum vetrarins byrginn. Þótt melgrasið sé kjarnmikið fram eftir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.