Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Qupperneq 94
9f>
ar er mikil. Kólnar ]>á yfirborðið og einnig loftið sem er í
snertingu við það. Þessi kólnun dreifist svo upp á við, en
minnkar þegar ofar dregur. Oft verður því kaldast við yfir-
borð að næturlagi og hiti eykst með hæð í neðsta lagi loft-
hjúpsins í stað þess að lækka. Ein afleiðing þessa er, að frost-
hætta er meiri næst jörðu en hærra uppi og er rétt að athuga
það mál nánar að lokum.
Hitastig það, sem gefið er upp í veðurlýsingum frá Veður-
stofunni er mælt í hitamælaskýli í 2 m hæð. Því miður hef-
ur ekki verið mælt hitastig í 2 m hæð að Sóllandi næsrilega
lengi eða nákvæmlega til að byggjandi sé á þeim mælingum
ennþá, en fróðlegt er að bera saman hitastig í 2 m hæð á
Reykjavíkurflugvelli, sem er aðalveðurathugunarstöð borg-
arinnar, og hitastig (lágmarkshita) í 20 cm og 5 cm hæð að
Sóllandi með tilliti til frosthættu. Hefur það verið gert á
eftirfarandi hátt:
Fyrir hvert áranna 1965—’67 var athugað hversu langt
frostlaust tímabil að sumri í 2 m hæð var. Kom í ljós, að
hiti fór aldrei undir frostmark í 2 m hæð á Reykjavíkur-
flugvelli á tímabilinu 7. maí til 10. september árið 1965,
á tímabilinu 12. maí til 1. október árið 1966 og á tímabilinu
21. maí til 14. október árið 1967. Síðan var athugað til sam-
anburðar, hversu margar frostnætur urðu á þessum tíma-
bilum í mælireitum að Sóllandi í 20 cm og 5 cm hæð í
grasreit og grasreit í skjóli. F.ru niðurstöður sýndar í töflum
hér á eftir.
Tafla 1. sýnir heildarfjölda frostnótta í 20 cm og 5 cm
hæð á frostlausu tímabilunum í 2 m hæð árin 1965 til 1967.
Má sjá, að flestar eru frostnæturnar árið 1967, en aðalatriðið
er þó, að greinilega kemur fram, að frosthætta er meiri því
nær sem dregur yfirborði. í 2 m hæð er frostlaust, en í gras-
reit eru þannig árið 1967 24 frostnætur í 20 cm hæð, en 40
í 5 cm hæð. Oll árin kemur greinilega fram, að frosthætta
er meiri i skjóli en á bersvæði. Árið 1967 eru þannig bæði í
20 cm og 5 cm hæð 17 fleiri frostnætur í skjóli en á ber-
svæði.
I töflu 2 er sýndur fjöldi frostnótta árið 1967 í hverjum