Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Qupperneq 6
8
ástæður fyrir þeirri hegðun. Til hægðarauka er rétt að
greina á milli finnn þátta hér á eftir, og mun ég einkum
ræða þá tvo fyrstu. Þættirnir eru:
a. Geislun og orkuskipti.
b. Hitafar í lofti næst jörðu. Frosthætta.
c. Jarðvegurinn.
d. Staðbundnar veðurfarsrannsóknir.
e. Beinar athuganir samfara ræktunartilraunum.
a. Geislun ug orkuskipti.
Geislun kemur mikið við sögu í búveðurfræði, og er það
út af fyrir sig ekki undarlegt, þar eð öll orka lofthjúps og
jarðar er komin frá sólu sem geislun, og er allur gróður
háður henni.
Allir hlutir senda frá sér geislun í einhverri mynd, og
fer það eftir byggingu hlutarins og hitastigi, hvort um stutt-
bylgju- eða langbylgjugeislun er að ræða, eða hvort geislun-
in nær yfir breitt svið bylgjulengda. Allri geislun er það
sameiginlegt, að orka flyzt frá einum stað til annars. Hlut-
ur, sem sendir frá sér geislun tapar varmaorku og kólnar
því, ef ekki kemur orka í staðinn, og á sama hátt hitnar
hlutur, sem drekkur í sig geislun, svo sem finna má, er sólin
skín.
Sólin sendir stijðugt geislun til jarðar, og er hún af öllum
bylgjulengdum, en einkum eru styttri bylgjulengdirnar
orkumiklar, þar á meðal hinn sýnilegi hluti bylgjusviðsins,
enda er hitastig yfirborðs sólar nálægt 6000°C. Ef svo væri,
sem virðast má við fyrstu sýn, að um einhliða orkustraum
frá sól til jarðar væri að ræða, myndi hitastig á jörðu niðri
smám saman aukast. Slík hitaaukning á sér ekki stað, og
því verður að álykta, að jörðin tapi að meðaltali jafnmikilli
orku og hún fær frá sól. Sýna má fram á, að jörðin sem
heild tapar þessari orku við útgeislun, sem nefna mætti
jarðgeislun. Vegna þess, að meðalhiti við yfirborð jarðar
er um 15°C, sé reiknað með öllum hnettinum, er geislunin
að mestu leyti ósýnileg langbylgjugeislun. Að degi til er