Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 6

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 6
8 ástæður fyrir þeirri hegðun. Til hægðarauka er rétt að greina á milli finnn þátta hér á eftir, og mun ég einkum ræða þá tvo fyrstu. Þættirnir eru: a. Geislun og orkuskipti. b. Hitafar í lofti næst jörðu. Frosthætta. c. Jarðvegurinn. d. Staðbundnar veðurfarsrannsóknir. e. Beinar athuganir samfara ræktunartilraunum. a. Geislun ug orkuskipti. Geislun kemur mikið við sögu í búveðurfræði, og er það út af fyrir sig ekki undarlegt, þar eð öll orka lofthjúps og jarðar er komin frá sólu sem geislun, og er allur gróður háður henni. Allir hlutir senda frá sér geislun í einhverri mynd, og fer það eftir byggingu hlutarins og hitastigi, hvort um stutt- bylgju- eða langbylgjugeislun er að ræða, eða hvort geislun- in nær yfir breitt svið bylgjulengda. Allri geislun er það sameiginlegt, að orka flyzt frá einum stað til annars. Hlut- ur, sem sendir frá sér geislun tapar varmaorku og kólnar því, ef ekki kemur orka í staðinn, og á sama hátt hitnar hlutur, sem drekkur í sig geislun, svo sem finna má, er sólin skín. Sólin sendir stijðugt geislun til jarðar, og er hún af öllum bylgjulengdum, en einkum eru styttri bylgjulengdirnar orkumiklar, þar á meðal hinn sýnilegi hluti bylgjusviðsins, enda er hitastig yfirborðs sólar nálægt 6000°C. Ef svo væri, sem virðast má við fyrstu sýn, að um einhliða orkustraum frá sól til jarðar væri að ræða, myndi hitastig á jörðu niðri smám saman aukast. Slík hitaaukning á sér ekki stað, og því verður að álykta, að jörðin tapi að meðaltali jafnmikilli orku og hún fær frá sól. Sýna má fram á, að jörðin sem heild tapar þessari orku við útgeislun, sem nefna mætti jarðgeislun. Vegna þess, að meðalhiti við yfirborð jarðar er um 15°C, sé reiknað með öllum hnettinum, er geislunin að mestu leyti ósýnileg langbylgjugeislun. Að degi til er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.