Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 48
50
fleiri góðsveitir um landið sunnanvert og víðar, þar sem
ræktunarhættir svipaðir því sem hér hefir verið rakið eiga
fullan rétt á sér, og eru það sem koma skal.
Það er hrein fjarstæða að láta erfiðar aðstæður til rækt-
unar, sem eru staðreynd sums staðar á landi hér, móta
ræktunarháttu um land allt eins og nú er gert. Allt of fáir
bændur í góðsveitunum nota sér enn sem komið er þá
ræktunarkosti sem þeir eiga við að búa, með þeirri tækni
og kunnáttu sem völ er á, til þess að gjörbreyta túnræktinni
sér til arðs og gleði. Þar kemur skynsamleg notkun Skerpi-
plógsins við plægingu mýranna vafalaust til greina, víst er
um það, þótt ráðamenn um ræktunarleiðbeiningar haldi
ciðru fram. Og þótt ég, í samræmi við það(?) nefni grein
þessa: „Eftirmæli um Skerpiplóginn." En ég veit og skil,
að það er við ríkan að deila um þessa hluti.*
Ennþd klifar hann nokkuð. —
í fimm tugi ára hefi ég „klifað nokkuð“ um ræktunar- ^
mál. Að einum þræði mest um þá ræktun er ég kenni við
þlóginn, bæði nýræktun og endurræktun lélegra túna.
* Eftir að þessi grein var skrifuð hefi <5g, við lestur bókarinnar: Bcettir eru
bœndahœttir, sem gefin var út f sambandi við Landbúnaðarsýninguna sum-
arið 1968, rekizt á, að Jónas Jónsson ráðunautur „afgreiðir" Skerpiplóginn
og Skerpiplæginguna, þar, með þessum orðum:
„Eftir 1950 er rekinn áróður fyrir því að djúpplægja mýrlendi, þegar það
er brotið. Til þess voru fluttir til landsins svonefndir „Skærpe" (Skjærpe)
plógar, sem norskur maður var upphafsmaður að. Þeir voru þar f landi ætl-
aðir til að brjóta mjög grýtta jörð. Næstu árin voru þeir svo notaðir mikið
víða um land og oft á landi, þar sem þeir áttu alls ekki við. Reynslan af
djúpplægingu með „Skærpe" plógum, eins og hún var framkvæmd, var
slæm, og hefur notkun þeirra lagzt niður."
Þetta er klippt og skorið, en mikils er hún verð, í þessu sambandi, inn- ^
skotssetningin — „eins og hún var framkvæmd" — um djúpplægingu með
Skerpiplógunum. Hún gefur meira en grun um, að ráðunautnum sé orðið
það ljóst, að Skerpiplógurinn hefir yfirleitt ekki verið notaður eins og til var
ætlast, og um leið hlýtur honum einnig að vera það fullljóst, að hin „slæma"
reynsla, sem hann kallar svo, sker á engan hátt úr um það, hvort ráðlegt sé
cður eigi, að djúpplægja mýrlendi til ræktunar víða um land.