Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 85

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 85
87 armeðaltöl hámarks og lágmarks árið 1966 og má geta þess, að í stórum dráttum er um ámóta mynd að ræða árin 1965 og 1967. Á myndinni kemur greinilega fram, að hámarks- hiti í skjóli er nokkuð hærri en á bersvæði bæði vor og sum- ar. Á sama tíma er lítill sem enginn munur á lágmarkshita reitanna, nema í ágúst, þar sem lágmark er mun lægra í skjóli. Aðra mánuði gengur mismunurinn einnig í sömu átt, þó lítill sé. Af þessu má hiklaust draga þá ályktun, að áhrif skjólbeltisins eru mest og um leið bezt á vorin og sumrin, einmitt þegar mest þarf á að halda. Einnig má benda á, að hámarkshiti dagsins (sem er mun hærri í skjól- belti) á sér stað á þeim hluta sólarhringsins, sem starfsemi gróðursins er í fullum gangi, og gerir þá minna til, þótt lágmarkshiti næturinnar verði jafnvel lægri í skjólbeltinu en utan þess, þ. e. meðan hann fer ekki undir frostmark, en nánar verður vikið að frosthættu í skjólbelti síðar. Að vetri til breytist ástandið mjög, eins og myndin sýnir. Þá er lítill munur á hámarkshita reitanna tveggja, en lág- markshiti er nokkuð lægri í skjólbelti. Hér gætir að sjálf- sögðu áhrifa útgeislunar frá yfirborði jarðar, enda nætur langar. Vegna útgeislunar kólnar yfirborðið, sem síðan kæl- ir loftið, sem er í snertingu við það. Sú kólnun verður ávallt mest þar sem minnst hreyfing er á loftinu. Rétt er að benda sérstaklega á mánuðina janúar og des- ember, en þá var nokkuð mikið um snjó á jörð. Af þeim sökum er meðalhámark dagsins nálægt frostmarki í báðum reitum, en lágmark er greinilega lægra í skjólbelti, og er munurinn um það bil 1°C í janúar. Þetta stafar líklega af því, að snjór er mjög góður útgeislari á langbylgjusviðinu og áhrif útgeislunar eru því greinilegri en ella. Einnig mun hafa verið óvenju vindasamt þessa mánuði, en það gerir muninn greinilegri milli skjóls og bersvæðis. Á 2. mynd eru sýnd línurit, sem sýna hitasveiflu dagsins í 20 cm hæð árið 1966, bæði á bersvæði og í skjóli og einnig er sýndur mismunur á lágmarki í 20 cm og 5 cm hæð, L20—Lg. Dagleg hitasveifla er að jafnaði stærri í skjólbelti en á bersvæði, og er munurinn mestur þá mánuði, sem hita-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.