Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Page 30
32
gagnleo't til ræktunarmálanna, eftir að hann réðist til Rún-
O ö o
aðarfélags Islands.
o
„Ekki er öll nótt úti enn.“ —
Þannig mælti draugurinn. Mér er ljúft að gera þau orð
að mínum, enda telst ég nú sennilega fyrir aldurs sakir
fremur til „drauga“ en vökumanna í ræktunarmálum.
Skrif Jónasar ráðunauts eru mér nokkur sönnun þess,
að enn sé ekki fullvíst, að sáðsléttan verði með öllu lögð
fyrir róða, þótt græðisléttan afturgengna ríði nú hart hús-
um.
Það eru tvö stórveldi í ræktunarmálum: Annað harð-vís-
indalegt, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. Formaður
stjórnar stofnunarinnar, reyndur tilraunamaður, rekur trú-
boð græðisléttunnar og sem grynnstrar jarðvinnslu, svo sem
fyrr hefir verið að vikið.
Hin stofnunin er Búnaðarfélag íslands, með nær alla
leiðbeiningaþjónustu við landbúnaðinn á sinni könnu. Að
réttu lagi ætti leiðbeiningaþjónusta B. í. að byggja að mestu
á vísindum Rannsóknarstofnunarinnar, en sem betur fer
reynast nokkur frávik frá þessu. J. J. jarðræktarráðunautur
B. í. virðist í skrifum sínum og ræðum túlka ræktunarmál-
in þannig, að í honum eigi sáðsléttan enn forsvarsmann, og
það töluvert ákveðinn, sem hugsar sér umbætur á sáðslétt-
unni, þótt í sumu mætti hann vera greinabetri og ákveðnari.
Enn vitna ég til greinarinnar Nýrækt í Handbók bænda.
í henni kemur því miður hvergi greinilega fram, að ráðn-
nauturinn ráðleggi forrœktun lands áður en sáð er til túns.
Hann nefnir aðeins, að æskilegt sé að láta líða „1—3 ár frá
}m að land er frnmunnið og þangað til gengið er frá því
til sáningar." ()g ennfremur, að æskilegt sé „stöðugt að
hafa undir svæði á mismunandi vinnslustigum.“ Orðalagið
virðist benda til þess, að Jónas hugsi sér helzt land á mis-
munandi vinnslustigum (ekki ræktunarstigum), án þess, að
sáð sé í landið til grænfóðurs og forræktunar. Slík vinnu-